Horfa nú til Svíþjóðar

Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum.
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undanfarið hefur aukist að íslenskir hjúkrunarfræðingar fari til starfa í Svíþjóð, þar sem þeim bjóðast hærri laun, betri vinnuaðstæður og styttri vinnuvika en hér.

Aftur á móti hefur dregið úr ferðum þeirra til Noregs í kjölfar breytinga á gengi norsku krónunnar, að því er Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir  í umfjöllun um mál hjúkrunarfrðæinga  í Morgunblaðinu í dag.

Í gær var birt skýrsla um vinnumarkað íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem m.a. kemur fram að um 20% þeirra starfa við annað en hjúkrun og að alls vanti yfir 500 hjúkrunarfræðinga til starfa um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert