Vegstikur endurreistar

Hellisheiði. Vegstikur eru mikilvægt öryggistæki á þjóðvegunum.
Hellisheiði. Vegstikur eru mikilvægt öryggistæki á þjóðvegunum.

Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu í gær og fyrradag við að laga vegstikur á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Svínahraun.

Eins og oft áður skemma plógar snjóruðningstækja vegstikurnar og þær lágu á köflum eins og hráviði utan vegar.

Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir algengt að vegstikur brotni þegar vegurinn er hreinsaður að vetrinum. Þótt veturinn hafi verið snjóléttur hafi stundum myndast krapi og hálka og því hafi þurft að hreinsa veginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert