Laun hækka ekki eftir kjararáði

Gunnar Valur Gíslason.
Gunnar Valur Gíslason. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lagði fram þá tillögu á fundi bæjarráðs í gær að laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins hækkuðu ekki í samræmi við úrskurð kjararáðs sem lá fyrir 29. okt. 2016.

Samkvæmt þeim úrskurði hefðu laun þessara aðila hækkað um 40% en í staðinn er lagt til að laun hækki um 9% og haldist föst til ársloka 2018.

„Þegar þessi úrskurður kjararáðs lá fyrir skoðuðum við ýmsar útfærslur. Hefðum við farið eftir þessum úrskurði hefðu laun bæjarfulltrúa farið úr 183 þúsund í 264 þúsund sem er 44,3% hækkun. Það hyggjumst við ekki að gera en sú hækkun ein og sér myndi kosta bæjarsjóð 37 milljónir króna á ársgrundvelli. Við ætlum að hækka laun um 9% en þannig höldum við okkur innan þeirrar 32% hækkunar heildarlauna frá 2013 samkvæmt SALEK (samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga),“ segir Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert