Hellisheiði opin

Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins, en opnað var …
Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins, en opnað var fyrir umferð síðdegis. Hér sést bifreið björgunarsveitarmanna standa vaktina á heiðinni fyrr í dag. mbl.is/Þórunn

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja en hálkublettir eru frá Þjórsá í Vík í Mýrdal. Hálka er á Reykjanesbraut og víða á Reykjanesinu. Vegurinn um Hellisheiði opnaði nú síðdegis eftir að hafa verið lokaður stærstan hluta dagsins.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að það sé hálka og snjóþekja á flestum vegum á Vesturlandi en eitthvað um hálkubletti

Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum og eitthvað um éljagang.

Þokkaleg færð er á Norðurlandi þótt sums staðar sé éljagangur og nokkur hálka.

Víða er hálka á Austurlandi en hálkublettir eru á Fagradal. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Engin fyrirstaða er með ströndinni suður um þótt sums staðar séu hálkublettir.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert