Mosfellsheiði opnuð á ný

Hálka er á vegum á Suðurlandi.
Hálka er á vegum á Suðurlandi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Vegagerðin hefur opnað Mosfellsheiði á ný, en henni var lokað fyrir um klukkustund vegna umferðarteppu. Þá bendir Vegagerðin einnig á að hálka sé á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði og á Suðurlandi sé allvíða nokkur hálka eða snjóþekja.

Enn er ófært um Suðurstrandarveg og Krýsuvíkurveg, en unnið er að hreinsun.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nokkrum útvegum.

Það er snjóþekja eða hálka á vegum á Vestfjörðum og víðast hvar einhver skafrenningur á fjallvegum.

Á Norðurlandi vestra er greiðfært frá Hrútafirði að Blönduósi en annars hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og víða éljagangur.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austurlandi og víða snjókoma eða éljagangur. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Það er að mestu greiðfært með suðausturströndinni en þó eru hálkublettir á stöku stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert