Frysting loðnuhrogna að byrja

Hrognavinnsla hjá Saltveri á Reykjanesi.
Hrognavinnsla hjá Saltveri á Reykjanesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Loðnuhrognavinnsla er við það að hefjast. Hjá Saltveri í Reykjanesbæ fengust þær upplýsingar að hrognafrysting hefjist á fimmtudaginn.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), átti von á því í gær að frysting loðnuhrogna byrjaði líklega á morgun eða á fimmtudag.

Loðnufrysting hefur staðið yfir hjá Vinnslustöðinni og var henni hætt á sunnudaginn var. Þá var hrognafyllingin orðin 21-22%. Sindri sagði þroska loðnuhrognanna ráða því hvenær hrognakreistingin hefst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert