Stúlkur beri nafnið Vivian

Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt stúlknanöfnin Lofthildur og Vivian
Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt stúlknanöfnin Lofthildur og Vivian mbl.is/Jim Smart

Stúlkur mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir eru á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, heita Lofthildur og Vivian, og eins mega drengir bera nafnið Fannþór.

Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Vivian hafi áunnið sér hefð. En í máli þessu reyndi á þriðja skilyrði þess að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn, þ.e. að nafnið sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti.

„Ritháttur nafnsins Vivian getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert