Samskip kærð í Hollandi

Skjáskot úr fréttaþættinum í Hollandi þar sem vörubílstjórar bíða í …
Skjáskot úr fréttaþættinum í Hollandi þar sem vörubílstjórar bíða í gámi Samskipa eftir næsta verkefni.

Hollenska stéttarfélagið FNV hefur lagt fram kæru á hendur Samskipum til lögreglu í Hollandi. Þetta kom fram í hollenska fréttaskýringarþættinum EenVandaag í vikunni.

Sakar það Samskip um að mismuna vörubílstjórum eftir þjóðerni en vörubílstjórar frá Austur-Evrópu sem starfa í Hollandi eru á töxtum frá heimalöndum sínum.

Um er að ræða undirverktaka Samskipa og segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, í samtali við Morgunblaðið að þeir ætli ekki að skorast undan ábyrgð ef svo sé. „Við berum ábyrgð á því að þeir sem vinna fyrir okkur fari eftir lögum og reglum. Við leggjum metnað í það, að eftir því sé farið,“ segir Pálmar. Í fréttaskýringarþættinum er viðtal við rúmenskan vörubílstjóra sem er með 35 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Vörubílstjórarnir gista einnig í bílum sínum og hita sér mat á prímus inni í gámum Samskipa meðan þeir bíða eftir verkefnum. Edwin Aktema, sem kom fram í þættinum fyrir hönd FNV, sagði þetta félagslega og efnahagslega glæpastarfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert