Strætó hefur kvöld- og næturakstur

Strætó mun ganga lengur á kvöldin.
Strætó mun ganga lengur á kvöldin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að auka þjónustu Strætó. Ekið verði lengur á kvöldin og tekinn upp akstur á nóttunni um helgar.

Strætisvagnar hætta almennt akstri á bilinu hálf tólf til hálf eitt virka daga. Hentar það illa fólki sem sækir skemmtanir til miðnættis og fólki sem vinnur vaktavinnu. Hafði borginni meðal annars borist beiðni frá Landspítalanum um að Strætó æki lengur á kvöldin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samþykktin felur í sér að ekið verði til klukkan eitt frá og með ágúst nk. Samkvæmt upplýsingum Strætó kostar það 120 til 130 milljónir kr. aukalega. Er það um 2% aukning á rekstrarkostnaði fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert