„Verðum að skilja stöðu okkar í heiminum“

Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en ...
Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en bankarnir þrír féllu hafði bandaríski seðlabankinn hafnað beiðni Seðlabanka Íslands um lánalínu.

Í september 2008 þegar vandamál alþjóðlega fjármálakerfisins voru byrjuð að skekja heiminn óskaði Seðlabanki Íslands eftir 1-2 milljarða dala lánalínu frá bandaríska seðlabankanum. Þrátt fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafi fengið sambærilega fyrirgreiðslu samþykkta var Íslandi hafnað. Var það meðal annars vegna þess að Ísland þótti ekki kerfislega mikilvægt, það var talin smitáhætta af fjármálakerfinu hér á landi og þá taldi seðlabankinn að lánalínan myndi ekki skipta neinu máli í raun þar sem vandamálið hér á landi væri það stórt. 

Þetta má lesa úr fundagerð FOMC-nefndar bandaríska seðlabankans frá því 29. október 2008. Á fundinum voru allir helstu toppar seðlabankans og þeir sem komu að uppbyggingu lánalínukerfisins. Er þar rætt um ákvarðanir varðandi lánalínur og til hvaða viðmiða hefði verið horft við ákvörðun á veitingu þeirra. Meðal fundarmanna voru Ben Bernanke, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarmenn bankans og hátt settir hagfræðingar. Fundargerðin var upphaflega gerð opinber sumarið 2014 og var meðal annars fjallað um hana í skoðanapistlinum Óðni í Viðskiptablaðinu það sama ár.

Töldu upphæðina ekki geta bjargað bankakerfinu

Lánalínan sem Ísland óskaði eftir var á bilinu 1-2 milljarðar dala, en það var um 5-10% af vergri landsframleiðslu. Í fundargerðinni er bent á að stærð fjármálakerfisins hér á landi hafi aftur á móti verið 170 milljarðar dala og að 1-2 milljarða lánalínur hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega miklar til að bregðast við mögulegu hruni á trausti til bankakerfisins.

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, hefur undanfarið skoðað þessi gögn og minntist á þau á fundi Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar „The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area“ eftir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild.

Ísland sýnidæmi um ríki sem ekki skuli bjarga

Í samtali við mbl.is segir Kristrún að þessi fundargerð, sem sé meðal gagna sem æðstu stjórnsýslustofnanir í Bandaríkjunum hafi verið að birta opinberlega þegar langt sé liðið frá atburðunum, afhjúpi einstaklega veika stöðu Íslands innan hins hnattvædda fjármála- og peningakerfis þar sem Bandaríkin tróni efst með forðamynt allra ríkja, dollarann. 

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York.
Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er æðsta stjórn bandarískra peningamála samankomin til að útfæra fordæmalausar björgunaraðgerðir fyrir einstök ríki og þar með um leið heimskerfið og Ísland er í umræðunum notað sem sýnidæmið um ríki sem ekki skuli bjarga. Félagar mínir við Columbia hafa bent mér á að ekkert ríki geti talið sig eiga rétt til lánafyrirgreiðslu frá bandaríska Seðlabankanum þó að um neyð sé að ræða, en þessi útilokun, sem Ásgeir og Hersir telja einsdæmi í þessum almennu aðgerðum Bandaríkjanna haustið 2008, gengur augljóslega þvert gegn grónum hugmyndum Íslendinga um stöðu sína í heiminum,“ segir Kristrún.

Íslenskt fjármálakerfi ekki nógu mikilvægt

Fundargerðin er löng og rekur öll ummæli viðstaddra. Kristrún segir að umræðan bendi til að samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram varðandi lánalínurnar teljist fjármálakerfi Íslands ekki mikilvægt og að hrun þess teldist ekki sérstök ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Rothöggið hafi síðan verið stærð bankakerfisins og að Seðlabanki Íslands hafi beðið um upphæð sem þrátt fyrir að vera tiltölulega hátt hlutfall þjóðarframleiðslu dygði að mati Bandaríkjamanna ekki til að tryggja traust á íslenska bankakerfinu.

Sambandið við Bandaríkin léttvægt þegar á reyndi

„Við Íslendingar verðum að skilja stöðu okkar í heiminum,“ segir Kristrún og vísar til þess að óháð því hvernig öryggis- og varnarsamstarf hafi verið milli Íslands og Bandaríkjanna sýni fundargerðin að það var léttvægt þarna þegar á reyndi. „Lærdómurinn af þessu er þörfin fyrir að gera 360 gráðu heildrænt stöðumat fyrir Ísland. Efnahagsmál og utanríkismál eru eitt og sama málið, sérstaklega nú í ljósi óstöðugleika og óvissu í heimsmálum. Efnahagslegum vopnum hefur verið beitt á harkalegri hátt á síðustu árum en áður og gróin skipan t.d. fríverslunarsamninga kann að vera í uppnámi. Þetta mun snerta Ísland. Lærdómar hrunsins hvað varða alþjóðasamskipti skipta hér miklu máli. Það skipti höfuðmáli þegar fram í sótti í endurreisninni hérlendis að Bandaríkin studdu Ísland í stjórn AGS en við búum ekki við almenna og örugga vernd annarra í þessum nýja heimi. Bankakerfi á Íslandi verður að hæfa styrk ríkisins og má aldrei aftur verða ógn við þjóðarhagsmuni heldur traust þjónusta við raunhagkerfið. Nú er ný sala banka fram undan og fjármálakerfi framtíðarinnar á Ísland í mótun, en umræðan er innihaldslítil og heyrist varla. Það vekur furðu í ljósi sögunnar og þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristrún.   

Miðað við fyrri samskipti Íslands og Bandaríkjanna segir Kristrún að afstaða bandaríska seðlabankans sé mjög köld. Þannig virðist meðal annars ekki horft til samskipta ráðamanna í ríkisstjórn Bandaríkjanna og frá þessum tíma Íslands og yfirlýsinga um vináttu, heldur séu einfaldlega skoðaðir fjárhagslegir hagsmunir Bandaríkjanna á strípaðan hátt.

Neitun Bandaríkjanna merki um að Ísland væri í kuldanum

Sem fyrr segir skrifaði Ásgeir nýlega bók um þessi málefni ásamt Hersi Sigurgeirssyni. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að áhlaupið á íslenska fjármálakerfið hafi í raun hafist þegar höfnunin kom frá Bandaríkjunum. Segir hann að lengi hafi verið horft til þess af erlendum greiningarfyrirtækjum að íslenska ríkið gæti sótt peninga á frjálsan markað og að Seðlabankinn væri hluti af einhvers konar björgunarhring vestrænna seðlabanka þar sem stóru bankarnir myndu hjálpa þeim minni. Neitun bandaríska Seðlabankans var í raun merki um að Ísland væri úti í kuldanum og í kjölfarið frusu viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í hruninu hafi Bandaríkin, sem útgefandi stærstu forðamyntar heims, veitt fjölda smærri myntsvæða ríka lausafjáraðstoð, þar með talið Danmörku sem var nýtt til þess að bjarga Danske bank. Ísland hafi aftur á móti ekki fengið neina aðstoð. Þvert á móti settu aðrir seðlabankar, einkum sá breski, fram harðar kröfur sem urðu sífellt óbilgjarnari eftir því sem staða landsins versnaði.   

Ísland of lítið til að bjarga“

Ásgeir rifjar upp að frá eftirstríðsárunum hafi Bandaríkin alltaf verið fjárhagslegir bakhjarlar Íslands. Þeir hafi lánað Íslendingum pening til að redda hinum ýmsu krísum. „Mig grunar að þetta hafi verið skoðun stjórnmálamanna hér að Bandaríkin myndu veita landinu stuðning þegar á reyndi,“ segir hann og bætir við: „Það kom því gríðarlega á óvart þegar neitunin kom á sínum tíma.“

Telur hann að enginn grundvallarmunur hafi verið á íslensku bönkunum og þeim evrópsku. „Ef þeir [íslensku bankarnir] hefðu átt heimilisfesti í einhverju öðru Evrópulandi væru þeir væntanlega enn starfandi,“ segir Ásgeir og bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eignasafn þeirra hafi almennt verið verra en systurstofnana ytra og raunar hafi verið mjög góðar heimtur af erlendu eignasafni þeirra „Bankarnir voru ekki bara of stórir til að bjarga, heldur var Ísland of lítið til að bjarga.“

mbl.is

Innlent »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Námsgögn barna verði gjaldfrjáls

05:30 Foreldrafélög í Breiðholti hafa skorað á yfirvöld í Reykjavík að gera skólagögn gjaldfrjáls fyrir grunnskólabörnin í borginni en skólastarf grunnskólanna er að hefjast núna í vikunni. Meira »

Lág tilboð í gatnagerð

05:30 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...