„Verðum að skilja stöðu okkar í heiminum“

Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en ...
Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en bankarnir þrír féllu hafði bandaríski seðlabankinn hafnað beiðni Seðlabanka Íslands um lánalínu.

Í september 2008 þegar vandamál alþjóðlega fjármálakerfisins voru byrjuð að skekja heiminn óskaði Seðlabanki Íslands eftir 1-2 milljarða dala lánalínu frá bandaríska seðlabankanum. Þrátt fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafi fengið sambærilega fyrirgreiðslu samþykkta var Íslandi hafnað. Var það meðal annars vegna þess að Ísland þótti ekki kerfislega mikilvægt, það var talin smitáhætta af fjármálakerfinu hér á landi og þá taldi seðlabankinn að lánalínan myndi ekki skipta neinu máli í raun þar sem vandamálið hér á landi væri það stórt. 

Þetta má lesa úr fundagerð FOMC-nefndar bandaríska seðlabankans frá því 29. október 2008. Á fundinum voru allir helstu toppar seðlabankans og þeir sem komu að uppbyggingu lánalínukerfisins. Er þar rætt um ákvarðanir varðandi lánalínur og til hvaða viðmiða hefði verið horft við ákvörðun á veitingu þeirra. Meðal fundarmanna voru Ben Bernanke, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarmenn bankans og hátt settir hagfræðingar. Fundargerðin var upphaflega gerð opinber sumarið 2014 og var meðal annars fjallað um hana í skoðanapistlinum Óðni í Viðskiptablaðinu það sama ár.

Töldu upphæðina ekki geta bjargað bankakerfinu

Lánalínan sem Ísland óskaði eftir var á bilinu 1-2 milljarðar dala, en það var um 5-10% af vergri landsframleiðslu. Í fundargerðinni er bent á að stærð fjármálakerfisins hér á landi hafi aftur á móti verið 170 milljarðar dala og að 1-2 milljarða lánalínur hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega miklar til að bregðast við mögulegu hruni á trausti til bankakerfisins.

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, hefur undanfarið skoðað þessi gögn og minntist á þau á fundi Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar „The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area“ eftir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild.

Ísland sýnidæmi um ríki sem ekki skuli bjarga

Í samtali við mbl.is segir Kristrún að þessi fundargerð, sem sé meðal gagna sem æðstu stjórnsýslustofnanir í Bandaríkjunum hafi verið að birta opinberlega þegar langt sé liðið frá atburðunum, afhjúpi einstaklega veika stöðu Íslands innan hins hnattvædda fjármála- og peningakerfis þar sem Bandaríkin tróni efst með forðamynt allra ríkja, dollarann. 

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York.
Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er æðsta stjórn bandarískra peningamála samankomin til að útfæra fordæmalausar björgunaraðgerðir fyrir einstök ríki og þar með um leið heimskerfið og Ísland er í umræðunum notað sem sýnidæmið um ríki sem ekki skuli bjarga. Félagar mínir við Columbia hafa bent mér á að ekkert ríki geti talið sig eiga rétt til lánafyrirgreiðslu frá bandaríska Seðlabankanum þó að um neyð sé að ræða, en þessi útilokun, sem Ásgeir og Hersir telja einsdæmi í þessum almennu aðgerðum Bandaríkjanna haustið 2008, gengur augljóslega þvert gegn grónum hugmyndum Íslendinga um stöðu sína í heiminum,“ segir Kristrún.

Íslenskt fjármálakerfi ekki nógu mikilvægt

Fundargerðin er löng og rekur öll ummæli viðstaddra. Kristrún segir að umræðan bendi til að samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram varðandi lánalínurnar teljist fjármálakerfi Íslands ekki mikilvægt og að hrun þess teldist ekki sérstök ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Rothöggið hafi síðan verið stærð bankakerfisins og að Seðlabanki Íslands hafi beðið um upphæð sem þrátt fyrir að vera tiltölulega hátt hlutfall þjóðarframleiðslu dygði að mati Bandaríkjamanna ekki til að tryggja traust á íslenska bankakerfinu.

Sambandið við Bandaríkin léttvægt þegar á reyndi

„Við Íslendingar verðum að skilja stöðu okkar í heiminum,“ segir Kristrún og vísar til þess að óháð því hvernig öryggis- og varnarsamstarf hafi verið milli Íslands og Bandaríkjanna sýni fundargerðin að það var léttvægt þarna þegar á reyndi. „Lærdómurinn af þessu er þörfin fyrir að gera 360 gráðu heildrænt stöðumat fyrir Ísland. Efnahagsmál og utanríkismál eru eitt og sama málið, sérstaklega nú í ljósi óstöðugleika og óvissu í heimsmálum. Efnahagslegum vopnum hefur verið beitt á harkalegri hátt á síðustu árum en áður og gróin skipan t.d. fríverslunarsamninga kann að vera í uppnámi. Þetta mun snerta Ísland. Lærdómar hrunsins hvað varða alþjóðasamskipti skipta hér miklu máli. Það skipti höfuðmáli þegar fram í sótti í endurreisninni hérlendis að Bandaríkin studdu Ísland í stjórn AGS en við búum ekki við almenna og örugga vernd annarra í þessum nýja heimi. Bankakerfi á Íslandi verður að hæfa styrk ríkisins og má aldrei aftur verða ógn við þjóðarhagsmuni heldur traust þjónusta við raunhagkerfið. Nú er ný sala banka fram undan og fjármálakerfi framtíðarinnar á Ísland í mótun, en umræðan er innihaldslítil og heyrist varla. Það vekur furðu í ljósi sögunnar og þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristrún.   

Miðað við fyrri samskipti Íslands og Bandaríkjanna segir Kristrún að afstaða bandaríska seðlabankans sé mjög köld. Þannig virðist meðal annars ekki horft til samskipta ráðamanna í ríkisstjórn Bandaríkjanna og frá þessum tíma Íslands og yfirlýsinga um vináttu, heldur séu einfaldlega skoðaðir fjárhagslegir hagsmunir Bandaríkjanna á strípaðan hátt.

Neitun Bandaríkjanna merki um að Ísland væri í kuldanum

Sem fyrr segir skrifaði Ásgeir nýlega bók um þessi málefni ásamt Hersi Sigurgeirssyni. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að áhlaupið á íslenska fjármálakerfið hafi í raun hafist þegar höfnunin kom frá Bandaríkjunum. Segir hann að lengi hafi verið horft til þess af erlendum greiningarfyrirtækjum að íslenska ríkið gæti sótt peninga á frjálsan markað og að Seðlabankinn væri hluti af einhvers konar björgunarhring vestrænna seðlabanka þar sem stóru bankarnir myndu hjálpa þeim minni. Neitun bandaríska Seðlabankans var í raun merki um að Ísland væri úti í kuldanum og í kjölfarið frusu viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í hruninu hafi Bandaríkin, sem útgefandi stærstu forðamyntar heims, veitt fjölda smærri myntsvæða ríka lausafjáraðstoð, þar með talið Danmörku sem var nýtt til þess að bjarga Danske bank. Ísland hafi aftur á móti ekki fengið neina aðstoð. Þvert á móti settu aðrir seðlabankar, einkum sá breski, fram harðar kröfur sem urðu sífellt óbilgjarnari eftir því sem staða landsins versnaði.   

Ísland of lítið til að bjarga“

Ásgeir rifjar upp að frá eftirstríðsárunum hafi Bandaríkin alltaf verið fjárhagslegir bakhjarlar Íslands. Þeir hafi lánað Íslendingum pening til að redda hinum ýmsu krísum. „Mig grunar að þetta hafi verið skoðun stjórnmálamanna hér að Bandaríkin myndu veita landinu stuðning þegar á reyndi,“ segir hann og bætir við: „Það kom því gríðarlega á óvart þegar neitunin kom á sínum tíma.“

Telur hann að enginn grundvallarmunur hafi verið á íslensku bönkunum og þeim evrópsku. „Ef þeir [íslensku bankarnir] hefðu átt heimilisfesti í einhverju öðru Evrópulandi væru þeir væntanlega enn starfandi,“ segir Ásgeir og bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eignasafn þeirra hafi almennt verið verra en systurstofnana ytra og raunar hafi verið mjög góðar heimtur af erlendu eignasafni þeirra „Bankarnir voru ekki bara of stórir til að bjarga, heldur var Ísland of lítið til að bjarga.“

mbl.is

Innlent »

Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið

20:00 Miðflokkurinn hefur hreiðrað um sig á neðri hæðinni í Framsóknarhúsinu, að Eyrarvegi 15 á Selfossi, og opnar þar kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og prakt. Það fer aðeins meira fyrir Miðflokknum í húsinu en flennistórar auglýsingar með andlitum frambjóðenda prýða gluggana. Meira »

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

19:30 Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið verður þar sem athafnasvæði Björgunar er nú og munu þau mannvirki sem nú eru á lóðinni víkja, utan sementstankarnir tveir. Meira »

Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

19:20 Hjúkrunarfræðideild HÍ er komin að þolmörkum hvað varðar inntöku nýnema að sögn forseta deildarinnar. Um 120 nýnemar hefja nám á hverju ári en dregið hefur úr aðsókn eftir upptöku inntökuprófa. Meira »

Skotveiðifélagið greiði ríkinu milljón

18:49 Hæstiréttur sýknaði í íslenska ríkið af kröfum Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, en Skotveiðifélagið hafði farið fram á að ríkið greiddi sér skaðabætur vegna málskostnaðaðar sem félagið hefði sem orðið fyrir er það sótti mál gegn ríkinu vegna niðurfellingar starfsfsleyfis skotvallar á Álfsnesi. Meira »

Skoða ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett

18:22 Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun. Meira »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...