„Verðum að skilja stöðu okkar í heiminum“

Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en ...
Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en bankarnir þrír féllu hafði bandaríski seðlabankinn hafnað beiðni Seðlabanka Íslands um lánalínu.

Í september 2008 þegar vandamál alþjóðlega fjármálakerfisins voru byrjuð að skekja heiminn óskaði Seðlabanki Íslands eftir 1-2 milljarða dala lánalínu frá bandaríska seðlabankanum. Þrátt fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafi fengið sambærilega fyrirgreiðslu samþykkta var Íslandi hafnað. Var það meðal annars vegna þess að Ísland þótti ekki kerfislega mikilvægt, það var talin smitáhætta af fjármálakerfinu hér á landi og þá taldi seðlabankinn að lánalínan myndi ekki skipta neinu máli í raun þar sem vandamálið hér á landi væri það stórt. 

Þetta má lesa úr fundagerð FOMC-nefndar bandaríska seðlabankans frá því 29. október 2008. Á fundinum voru allir helstu toppar seðlabankans og þeir sem komu að uppbyggingu lánalínukerfisins. Er þar rætt um ákvarðanir varðandi lánalínur og til hvaða viðmiða hefði verið horft við ákvörðun á veitingu þeirra. Meðal fundarmanna voru Ben Bernanke, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarmenn bankans og hátt settir hagfræðingar. Fundargerðin var upphaflega gerð opinber sumarið 2014 og var meðal annars fjallað um hana í skoðanapistlinum Óðni í Viðskiptablaðinu það sama ár.

Töldu upphæðina ekki geta bjargað bankakerfinu

Lánalínan sem Ísland óskaði eftir var á bilinu 1-2 milljarðar dala, en það var um 5-10% af vergri landsframleiðslu. Í fundargerðinni er bent á að stærð fjármálakerfisins hér á landi hafi aftur á móti verið 170 milljarðar dala og að 1-2 milljarða lánalínur hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega miklar til að bregðast við mögulegu hruni á trausti til bankakerfisins.

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, hefur undanfarið skoðað þessi gögn og minntist á þau á fundi Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar „The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area“ eftir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild.

Ísland sýnidæmi um ríki sem ekki skuli bjarga

Í samtali við mbl.is segir Kristrún að þessi fundargerð, sem sé meðal gagna sem æðstu stjórnsýslustofnanir í Bandaríkjunum hafi verið að birta opinberlega þegar langt sé liðið frá atburðunum, afhjúpi einstaklega veika stöðu Íslands innan hins hnattvædda fjármála- og peningakerfis þar sem Bandaríkin tróni efst með forðamynt allra ríkja, dollarann. 

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York.
Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er æðsta stjórn bandarískra peningamála samankomin til að útfæra fordæmalausar björgunaraðgerðir fyrir einstök ríki og þar með um leið heimskerfið og Ísland er í umræðunum notað sem sýnidæmið um ríki sem ekki skuli bjarga. Félagar mínir við Columbia hafa bent mér á að ekkert ríki geti talið sig eiga rétt til lánafyrirgreiðslu frá bandaríska Seðlabankanum þó að um neyð sé að ræða, en þessi útilokun, sem Ásgeir og Hersir telja einsdæmi í þessum almennu aðgerðum Bandaríkjanna haustið 2008, gengur augljóslega þvert gegn grónum hugmyndum Íslendinga um stöðu sína í heiminum,“ segir Kristrún.

Íslenskt fjármálakerfi ekki nógu mikilvægt

Fundargerðin er löng og rekur öll ummæli viðstaddra. Kristrún segir að umræðan bendi til að samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram varðandi lánalínurnar teljist fjármálakerfi Íslands ekki mikilvægt og að hrun þess teldist ekki sérstök ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Rothöggið hafi síðan verið stærð bankakerfisins og að Seðlabanki Íslands hafi beðið um upphæð sem þrátt fyrir að vera tiltölulega hátt hlutfall þjóðarframleiðslu dygði að mati Bandaríkjamanna ekki til að tryggja traust á íslenska bankakerfinu.

Sambandið við Bandaríkin léttvægt þegar á reyndi

„Við Íslendingar verðum að skilja stöðu okkar í heiminum,“ segir Kristrún og vísar til þess að óháð því hvernig öryggis- og varnarsamstarf hafi verið milli Íslands og Bandaríkjanna sýni fundargerðin að það var léttvægt þarna þegar á reyndi. „Lærdómurinn af þessu er þörfin fyrir að gera 360 gráðu heildrænt stöðumat fyrir Ísland. Efnahagsmál og utanríkismál eru eitt og sama málið, sérstaklega nú í ljósi óstöðugleika og óvissu í heimsmálum. Efnahagslegum vopnum hefur verið beitt á harkalegri hátt á síðustu árum en áður og gróin skipan t.d. fríverslunarsamninga kann að vera í uppnámi. Þetta mun snerta Ísland. Lærdómar hrunsins hvað varða alþjóðasamskipti skipta hér miklu máli. Það skipti höfuðmáli þegar fram í sótti í endurreisninni hérlendis að Bandaríkin studdu Ísland í stjórn AGS en við búum ekki við almenna og örugga vernd annarra í þessum nýja heimi. Bankakerfi á Íslandi verður að hæfa styrk ríkisins og má aldrei aftur verða ógn við þjóðarhagsmuni heldur traust þjónusta við raunhagkerfið. Nú er ný sala banka fram undan og fjármálakerfi framtíðarinnar á Ísland í mótun, en umræðan er innihaldslítil og heyrist varla. Það vekur furðu í ljósi sögunnar og þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristrún.   

Miðað við fyrri samskipti Íslands og Bandaríkjanna segir Kristrún að afstaða bandaríska seðlabankans sé mjög köld. Þannig virðist meðal annars ekki horft til samskipta ráðamanna í ríkisstjórn Bandaríkjanna og frá þessum tíma Íslands og yfirlýsinga um vináttu, heldur séu einfaldlega skoðaðir fjárhagslegir hagsmunir Bandaríkjanna á strípaðan hátt.

Neitun Bandaríkjanna merki um að Ísland væri í kuldanum

Sem fyrr segir skrifaði Ásgeir nýlega bók um þessi málefni ásamt Hersi Sigurgeirssyni. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að áhlaupið á íslenska fjármálakerfið hafi í raun hafist þegar höfnunin kom frá Bandaríkjunum. Segir hann að lengi hafi verið horft til þess af erlendum greiningarfyrirtækjum að íslenska ríkið gæti sótt peninga á frjálsan markað og að Seðlabankinn væri hluti af einhvers konar björgunarhring vestrænna seðlabanka þar sem stóru bankarnir myndu hjálpa þeim minni. Neitun bandaríska Seðlabankans var í raun merki um að Ísland væri úti í kuldanum og í kjölfarið frusu viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í hruninu hafi Bandaríkin, sem útgefandi stærstu forðamyntar heims, veitt fjölda smærri myntsvæða ríka lausafjáraðstoð, þar með talið Danmörku sem var nýtt til þess að bjarga Danske bank. Ísland hafi aftur á móti ekki fengið neina aðstoð. Þvert á móti settu aðrir seðlabankar, einkum sá breski, fram harðar kröfur sem urðu sífellt óbilgjarnari eftir því sem staða landsins versnaði.   

Ísland of lítið til að bjarga“

Ásgeir rifjar upp að frá eftirstríðsárunum hafi Bandaríkin alltaf verið fjárhagslegir bakhjarlar Íslands. Þeir hafi lánað Íslendingum pening til að redda hinum ýmsu krísum. „Mig grunar að þetta hafi verið skoðun stjórnmálamanna hér að Bandaríkin myndu veita landinu stuðning þegar á reyndi,“ segir hann og bætir við: „Það kom því gríðarlega á óvart þegar neitunin kom á sínum tíma.“

Telur hann að enginn grundvallarmunur hafi verið á íslensku bönkunum og þeim evrópsku. „Ef þeir [íslensku bankarnir] hefðu átt heimilisfesti í einhverju öðru Evrópulandi væru þeir væntanlega enn starfandi,“ segir Ásgeir og bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eignasafn þeirra hafi almennt verið verra en systurstofnana ytra og raunar hafi verið mjög góðar heimtur af erlendu eignasafni þeirra „Bankarnir voru ekki bara of stórir til að bjarga, heldur var Ísland of lítið til að bjarga.“

mbl.is

Innlent »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm sögðu nei. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...