„Verðum að skilja stöðu okkar í heiminum“

Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en ...
Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en bankarnir þrír féllu hafði bandaríski seðlabankinn hafnað beiðni Seðlabanka Íslands um lánalínu.

Í september 2008 þegar vandamál alþjóðlega fjármálakerfisins voru byrjuð að skekja heiminn óskaði Seðlabanki Íslands eftir 1-2 milljarða dala lánalínu frá bandaríska seðlabankanum. Þrátt fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafi fengið sambærilega fyrirgreiðslu samþykkta var Íslandi hafnað. Var það meðal annars vegna þess að Ísland þótti ekki kerfislega mikilvægt, það var talin smitáhætta af fjármálakerfinu hér á landi og þá taldi seðlabankinn að lánalínan myndi ekki skipta neinu máli í raun þar sem vandamálið hér á landi væri það stórt. 

Þetta má lesa úr fundagerð FOMC-nefndar bandaríska seðlabankans frá því 29. október 2008. Á fundinum voru allir helstu toppar seðlabankans og þeir sem komu að uppbyggingu lánalínukerfisins. Er þar rætt um ákvarðanir varðandi lánalínur og til hvaða viðmiða hefði verið horft við ákvörðun á veitingu þeirra. Meðal fundarmanna voru Ben Bernanke, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarmenn bankans og hátt settir hagfræðingar. Fundargerðin var upphaflega gerð opinber sumarið 2014 og var meðal annars fjallað um hana í skoðanapistlinum Óðni í Viðskiptablaðinu það sama ár.

Töldu upphæðina ekki geta bjargað bankakerfinu

Lánalínan sem Ísland óskaði eftir var á bilinu 1-2 milljarðar dala, en það var um 5-10% af vergri landsframleiðslu. Í fundargerðinni er bent á að stærð fjármálakerfisins hér á landi hafi aftur á móti verið 170 milljarðar dala og að 1-2 milljarða lánalínur hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega miklar til að bregðast við mögulegu hruni á trausti til bankakerfisins.

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, hefur undanfarið skoðað þessi gögn og minntist á þau á fundi Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar „The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area“ eftir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild.

Ísland sýnidæmi um ríki sem ekki skuli bjarga

Í samtali við mbl.is segir Kristrún að þessi fundargerð, sem sé meðal gagna sem æðstu stjórnsýslustofnanir í Bandaríkjunum hafi verið að birta opinberlega þegar langt sé liðið frá atburðunum, afhjúpi einstaklega veika stöðu Íslands innan hins hnattvædda fjármála- og peningakerfis þar sem Bandaríkin tróni efst með forðamynt allra ríkja, dollarann. 

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York.
Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er æðsta stjórn bandarískra peningamála samankomin til að útfæra fordæmalausar björgunaraðgerðir fyrir einstök ríki og þar með um leið heimskerfið og Ísland er í umræðunum notað sem sýnidæmið um ríki sem ekki skuli bjarga. Félagar mínir við Columbia hafa bent mér á að ekkert ríki geti talið sig eiga rétt til lánafyrirgreiðslu frá bandaríska Seðlabankanum þó að um neyð sé að ræða, en þessi útilokun, sem Ásgeir og Hersir telja einsdæmi í þessum almennu aðgerðum Bandaríkjanna haustið 2008, gengur augljóslega þvert gegn grónum hugmyndum Íslendinga um stöðu sína í heiminum,“ segir Kristrún.

Íslenskt fjármálakerfi ekki nógu mikilvægt

Fundargerðin er löng og rekur öll ummæli viðstaddra. Kristrún segir að umræðan bendi til að samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram varðandi lánalínurnar teljist fjármálakerfi Íslands ekki mikilvægt og að hrun þess teldist ekki sérstök ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Rothöggið hafi síðan verið stærð bankakerfisins og að Seðlabanki Íslands hafi beðið um upphæð sem þrátt fyrir að vera tiltölulega hátt hlutfall þjóðarframleiðslu dygði að mati Bandaríkjamanna ekki til að tryggja traust á íslenska bankakerfinu.

Sambandið við Bandaríkin léttvægt þegar á reyndi

„Við Íslendingar verðum að skilja stöðu okkar í heiminum,“ segir Kristrún og vísar til þess að óháð því hvernig öryggis- og varnarsamstarf hafi verið milli Íslands og Bandaríkjanna sýni fundargerðin að það var léttvægt þarna þegar á reyndi. „Lærdómurinn af þessu er þörfin fyrir að gera 360 gráðu heildrænt stöðumat fyrir Ísland. Efnahagsmál og utanríkismál eru eitt og sama málið, sérstaklega nú í ljósi óstöðugleika og óvissu í heimsmálum. Efnahagslegum vopnum hefur verið beitt á harkalegri hátt á síðustu árum en áður og gróin skipan t.d. fríverslunarsamninga kann að vera í uppnámi. Þetta mun snerta Ísland. Lærdómar hrunsins hvað varða alþjóðasamskipti skipta hér miklu máli. Það skipti höfuðmáli þegar fram í sótti í endurreisninni hérlendis að Bandaríkin studdu Ísland í stjórn AGS en við búum ekki við almenna og örugga vernd annarra í þessum nýja heimi. Bankakerfi á Íslandi verður að hæfa styrk ríkisins og má aldrei aftur verða ógn við þjóðarhagsmuni heldur traust þjónusta við raunhagkerfið. Nú er ný sala banka fram undan og fjármálakerfi framtíðarinnar á Ísland í mótun, en umræðan er innihaldslítil og heyrist varla. Það vekur furðu í ljósi sögunnar og þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristrún.   

Miðað við fyrri samskipti Íslands og Bandaríkjanna segir Kristrún að afstaða bandaríska seðlabankans sé mjög köld. Þannig virðist meðal annars ekki horft til samskipta ráðamanna í ríkisstjórn Bandaríkjanna og frá þessum tíma Íslands og yfirlýsinga um vináttu, heldur séu einfaldlega skoðaðir fjárhagslegir hagsmunir Bandaríkjanna á strípaðan hátt.

Neitun Bandaríkjanna merki um að Ísland væri í kuldanum

Sem fyrr segir skrifaði Ásgeir nýlega bók um þessi málefni ásamt Hersi Sigurgeirssyni. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að áhlaupið á íslenska fjármálakerfið hafi í raun hafist þegar höfnunin kom frá Bandaríkjunum. Segir hann að lengi hafi verið horft til þess af erlendum greiningarfyrirtækjum að íslenska ríkið gæti sótt peninga á frjálsan markað og að Seðlabankinn væri hluti af einhvers konar björgunarhring vestrænna seðlabanka þar sem stóru bankarnir myndu hjálpa þeim minni. Neitun bandaríska Seðlabankans var í raun merki um að Ísland væri úti í kuldanum og í kjölfarið frusu viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í hruninu hafi Bandaríkin, sem útgefandi stærstu forðamyntar heims, veitt fjölda smærri myntsvæða ríka lausafjáraðstoð, þar með talið Danmörku sem var nýtt til þess að bjarga Danske bank. Ísland hafi aftur á móti ekki fengið neina aðstoð. Þvert á móti settu aðrir seðlabankar, einkum sá breski, fram harðar kröfur sem urðu sífellt óbilgjarnari eftir því sem staða landsins versnaði.   

Ísland of lítið til að bjarga“

Ásgeir rifjar upp að frá eftirstríðsárunum hafi Bandaríkin alltaf verið fjárhagslegir bakhjarlar Íslands. Þeir hafi lánað Íslendingum pening til að redda hinum ýmsu krísum. „Mig grunar að þetta hafi verið skoðun stjórnmálamanna hér að Bandaríkin myndu veita landinu stuðning þegar á reyndi,“ segir hann og bætir við: „Það kom því gríðarlega á óvart þegar neitunin kom á sínum tíma.“

Telur hann að enginn grundvallarmunur hafi verið á íslensku bönkunum og þeim evrópsku. „Ef þeir [íslensku bankarnir] hefðu átt heimilisfesti í einhverju öðru Evrópulandi væru þeir væntanlega enn starfandi,“ segir Ásgeir og bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eignasafn þeirra hafi almennt verið verra en systurstofnana ytra og raunar hafi verið mjög góðar heimtur af erlendu eignasafni þeirra „Bankarnir voru ekki bara of stórir til að bjarga, heldur var Ísland of lítið til að bjarga.“

mbl.is

Innlent »

Fundaði með Paul Ryan

17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

17:07 Í Góða Hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

15:37 Eldur kom upp við eldamennski í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleitið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að reykræsta. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hóp sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Ónýtur eftir harðan árekstur

14:43 Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn. Meira »

Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

14:41 Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim. Meira »

Afleit ráðstöfun fyrir flugmenn

14:35 „Að flugmenn komi til starfa hjá flugfélögum í gegnum áhafnaleigur verður sífellt algengara.“ Þannig hefst pistill Örnólfs Jónssonar, flugstjóra og formanns Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) í fréttablaði félagsins. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

14:29 Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringar vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Gerð úttekt á starfsumhverfi Stígamóta

14:13 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Meira »

160% fjölgun ferðafyrirtækja á áratug

14:06 Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega mikið á síðustu tíu árum og eru nú um 3.500 fyrirtæki sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og sem starfa sem ferðaskrifstofur. Meira »

Smáríkjafundur WHO verður á Íslandi

13:34 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegið boð íslenskra stjórnvalda um að halda fund smáríkja um heilbrigðismál á Íslandi að ári. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra kynnti boð þessa efnis á árlegum fundi smáríkjanna sem lauk á Möltu í gær. Meira »

Vinna að því að útvíkka jafnréttið

14:11 Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Meira »

Skráðu sig óvart úr prófinu

13:43 Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur. Meira »

Bregðast við offitu barna

12:08 Árlegum fundi smáþjóða um heilbrigðismál á Möltu lauk í dag þar sem meðal annars var undirrituð sameiginleg yfirlýsing þjóðanna um að sporna megi við vaxandi offitu barna með fjölbreyttum aðferðum og stuðla þar með að bættum uppvaxtarskilyrðum. Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur eða beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur eða beige 100% visa raðgreiðslur. www.egat.is...
Bisley skjalaskápur
Til sölu Bisley skjalaskápur með skjalamöppum.4ra skúffu folio A-4+. Dökkgrár ...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Foroya landstýri announcement
Tilkynningar
Announcement Føroya Landsstýri - ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...