Hlýnandi veður í kortunum

mbl.is/Styrmir Kári

Veðrið í dag verður ekki ósvipað og að undanförnu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þannig verður austlæg átt á landinu, víða hæg, en allhvöss við suðausturströndina. Dálítil él fyrir austan en víða léttskýjað á öðrum stöðum á landinu.

Veðurvefur mbl.is

Gert er ráð fyrir að það þykkni upp víðast hvar í kvöld og nótt og skúrir og él geri vart við sig. Samfelldari úrkoma verður á Suðaustur- og Austurlandi sem færist síðan yfir á Norðausturland þegar líður á kvöldið.

Spáin í nótt og á morgun gerir ráð fyrir suðlægari vindi og skúrum eða éljum um mestallt landið, en allajafna þurru á Norðurlandi. Veður fer hægt hlýnandi, hiti yfirleitt 0 til 5 stig á morgun, en sums staðar vægt frost inn til landsins. Búist er við að það hláni norðan og austan til á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert