Milljón fyrir að ljúka leikskólakennaranámi

Karlar eru einungis 1,7% þeirra menntuðu leikskólakennara sem eru við …
Karlar eru einungis 1,7% þeirra menntuðu leikskólakennara sem eru við störf á íslenskum leikskólum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlar eru tæp 2% menntaðra leikskólakennara á landinu. Ýmislegt hefur verið reynt í gegnum tíðina til að fjölga þeim, það hefur skilað litlum árangri og nú stendur til að borga þremur körlum eina milljón hverjum fyrir að stunda nám í leikskólakennarafræðum og ljúka því.

Um er að ræða verkefni sem heitir Karlar í yngri barna kennslu og eru meginmarkmið þess annars vegar að vekja athygli ungra karla á starfi leikskólakennara og hins vegar að fjölga þeim í starfi.

Að verkefninu standa Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla og fékkst styrkur úr Jafnréttissjóði Íslands til verkefnisins. Í auglýsingu á vefsíðu Kennarasambandsins segir m.a. að þeir, sem hljóti styrkinn, þurfi að hafa lokið grunnháskólanámi og skuli hefja meistaranám í leikskólakennarafræðum í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert