Vill skipta utanríkismálanefnd upp

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist sannfærður um að skipta eigi upp utanríkismálanefnd upp í tvær fastanefndir. Annars vegar nefnd sem hefur með EES, EFTA og fríverslunarmál að gera og hins vegar hefðbundna utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í máli Guðlaugs á Alþingi í gær undir sérstakri umræðu um fríverslunarsamninga.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og spurði ráðherra hvort efnahagsleg áhrif fríverslunar sem Ísland er aðili að hefðu verið metin, hverju slíkir samningar skili neytendum, hver stefna stjórnvalda sé og hvort ráðherra muni beita sér fyrir því að gerður verði fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands.

Guðlaugur sagði að kallað væri eftir sem mestum upplýsingum um áhrif slíkra samninga, en um Bretland og Brexit málið sagði hann að þar hefðu opnast nokkrar sviðsmyndir, meðal annars endurkoma Bretlands í EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert