Íbúðarbyggð á innri leið Sundabrautar

Hér má sjá hvernig leið III var hugsuð frá Gelgjutanga …
Hér má sjá hvernig leið III var hugsuð frá Gelgjutanga yfir í Gufunes. Nokkrar útfærslu voru gerðar, t.d. með hábrú og eyjaleið eins og hér er sýnd. Vegagerðin vildi þessa leið enda var hún langsamlega ódýrust.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og forráðamenn fasteignafélagsins Festis ehf. undirrituðu síðastliðinn föstudag samning um uppbyggingu 332 íbúða í fimm húsum á Gelgjutanga.

Með þessum samningi er endanlega ljóst að ekki verður ráðist í gerð Sundabrautar samkvæmt svonefndri innri leið. Samkvæmt þeirri leið, þ.e. leið III, átti Sundabrautin að taka land á Gelgjutanga og liggja að mislægum gatnamótum á Sæbraut.

Sundabraut hefur verið til umræðu í fjóra áratugi. Hún var komin á góðan rekspöl árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Upphaflega voru hugmyndir um fjórar leiðir en þeim hafði verið fækkað í tvær. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 hafði þeim verið fækkað í eina, þ.e. leið I. Sú leið mun liggja frá Kleppi neðansjávar í göngum yfir í Gufunes, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert