Mannvirki Costco rísa í Kauptúni

Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa …
Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa dagana þar sem stefnt er að opnun Costco. mbl.is/Golli

Framkvæmdir ganga vel við Costco í Kauptúni í Garðabæ og eru á áætlun, en stefnt er að því að opna verslunina seinni hluta maí næstkomandi og er Kauptúnið þegar farið að bera þess merki.

Bensínstöðin er komin langt á veg og segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, undirbúning fyrir opnun verslunarinnar ganga sögu líkast. Tæplega þúsund manns hafa sótt um vinnu hjá versluninni og standa ráðningar nú yfir.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hversu margir hafi sótt um aðild að Costco kvað Vigelskas það vera stefnu fyrirtækisins að gefa slíkt ekki upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert