Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samsett mynd

„Félagið þarf að mínu mati að leggja áherslu á ytri stefnu félagsins. Þá er ég að tala um víkka út kjarabaráttuna og láta okkur miklu fleiri mál varða. Eins og til dæmis húsnæðismálin og vaxta- og verðtryggingarmálin sem ég lít á sem eitt af okkar mikilvægustu kjaramálum. Sama er að segja um það að ef við ætlum að fara út í norrænt samningamódel þá verðum við að byggja fyrst upp norrænt velferðarkerfi að mínu mati.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, í samtali við mbl.is. Hann segir innra starf félagsins mjög öflugt og staðið sé vel að þeim málum eins og hefðbundnum kjaramálum, orlofsmálum og rekstri skrifstofu þess. Hins vegar hafi komið skýr skilaboð frá félagsmönnum með kjöri hans sem formanns að félagið legði meiri áherslu á ytri málin.

„Ég bauð fram krafta mína í kosningunum og sagðist vilja beita mér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin og var kallaður gasprari fyrir vikið. En verkalýðshreyfingin á ekki að gera þetta. Hver á þá að taka upp hanskann fyrir fólkið? Verkalýðshreyfingin kemur til dæmis miklu meira að lagafrumvörpum en fólk almennt áttar sig á,“ segir hann.

Þannig eigi aðilar vinnumarkaðarins aðkomu að miklum fjölda nefnda á hins opinbera þar sem farið sé yfir lög og reglur. „Þetta eru að mínu mati svo annarlega kjaramál og einhver mikilvægustu kjaramálin,“ segir Ragnar. Svo virðist alltaf sem allt slíkt þurfi hins vegar að samrýmast meginstefnu og áherslum forystumanna ASÍ.

Hús verslunarinnar, höfuðstöðvar VR.
Hús verslunarinnar, höfuðstöðvar VR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kröfur um verðtrygginguna útþynntar af ASÍ

Ragnar hefur sagt að hann ætli ekki að taka sæti í miðstjórn ASÍ. Spurður út í það segir hann: „Ég mun ekki taka sæti í miðstjórn ASÍ með núverandi forseta við völd.“ Vísar hann þar til Gylfa Arnbjörnssonar enda hann ítrekað lýst vantrausti á forystu sambandsins. Hins vegar muni hann væntanlega taka sæti í samninganefnd fyrir hönd VR. 

„Mér hefur þótt forseti ASÍ, og fráfarandi formaður VR, ekki vera í neinu sambandi við vilja fólksins í landinu og sá grunur reyndist vera réttur. Ég bauð mig fram á móti honum, og hef gert það þrisvar sinnum, til þess að sýna almenningi í landinu hversu mikinn stuðnings hann nýtur á meðal þessa þrönga hóps sem er valinn inn á þing sambandsins.“

Bendir Ragnar á að ítrekað hafi verið reynt að fá ályktanir samþykktar á þingum ASÍ um verðtrygginguna. Fjallað hafi verið um málið á vettvangi VR og kröfur í þeim efnum settar ofarlega á blað fyrir kjarasamninga. Þær hafi síðan verið þynntar út hjá ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni innan sambandsins.

„Stefna þeirra í þessum málum hefur verið að leysa lána- og vaxtamálin með því að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru. En launafólk og almenningur í landinu á ekki að þurfa að hafa byssustinginn í bakinu. Við eigum að geta tekið slíka ákvörðun með upplýstum hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launafólki því við getum gert miklu betur.“

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sjóðirnir leggi fé í uppbyggingu leigufélaga

Ragnar vísar þar til margítrekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Samfylkingarinnar að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu af lánum nema með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Ragnar tekur fram að hann hafi ekki tekið afstöðu til Evrópusambandsins sjálfur en hann telji rangt að stilla launafólki upp við vegg með þessum hætti. 

„Þarna er um að ræða margítrekaða stefnu bæði Samfylkingarinnar og ASÍ og þar á milli eru mikil tengsl. Þannig að maður hlýtur að draga þá ályktun að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylgis við þessa risastóru pólitísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er bara allt önnur umræða.“

Ragnar vill að lífeyrissjóðirnir komi að lausn húsnæðismála almennings með beinum hætti. Þá til að mynda með því að leggja fjármagn í uppbyggingu leigufélaga og byggingu íbúða sem seldar væru á kostnaðarverði eða með hóflegri álagningu. Hann vill ennfremur að lögum verði breytt þannig að slík samfélagsverkefni væru ekki háð arðsemiskröfu.

„Ég er ekki að leggja það til að lífeyrissjóðirnir hendi peningum í einhver gæluverkefni þar sem þeir muni tapast að öllu leyti. Ég er eingöngu að tala um að sjóðirnir komi með þolinmótt fjármagn tímabundið inn í slík verkefni sem væru ekki hagnaðardrifin og breyta þeim síðan yfir í samvinnufélög með tíð og tíma og sjóðirnir fengju þá sitt fjármagn til baka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Stillt upp hjá Sjálfstæðismönnum

14:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...