Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samsett mynd

„Félagið þarf að mínu mati að leggja áherslu á ytri stefnu félagsins. Þá er ég að tala um víkka út kjarabaráttuna og láta okkur miklu fleiri mál varða. Eins og til dæmis húsnæðismálin og vaxta- og verðtryggingarmálin sem ég lít á sem eitt af okkar mikilvægustu kjaramálum. Sama er að segja um það að ef við ætlum að fara út í norrænt samningamódel þá verðum við að byggja fyrst upp norrænt velferðarkerfi að mínu mati.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, í samtali við mbl.is. Hann segir innra starf félagsins mjög öflugt og staðið sé vel að þeim málum eins og hefðbundnum kjaramálum, orlofsmálum og rekstri skrifstofu þess. Hins vegar hafi komið skýr skilaboð frá félagsmönnum með kjöri hans sem formanns að félagið legði meiri áherslu á ytri málin.

„Ég bauð fram krafta mína í kosningunum og sagðist vilja beita mér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin og var kallaður gasprari fyrir vikið. En verkalýðshreyfingin á ekki að gera þetta. Hver á þá að taka upp hanskann fyrir fólkið? Verkalýðshreyfingin kemur til dæmis miklu meira að lagafrumvörpum en fólk almennt áttar sig á,“ segir hann.

Þannig eigi aðilar vinnumarkaðarins aðkomu að miklum fjölda nefnda á hins opinbera þar sem farið sé yfir lög og reglur. „Þetta eru að mínu mati svo annarlega kjaramál og einhver mikilvægustu kjaramálin,“ segir Ragnar. Svo virðist alltaf sem allt slíkt þurfi hins vegar að samrýmast meginstefnu og áherslum forystumanna ASÍ.

Hús verslunarinnar, höfuðstöðvar VR.
Hús verslunarinnar, höfuðstöðvar VR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kröfur um verðtrygginguna útþynntar af ASÍ

Ragnar hefur sagt að hann ætli ekki að taka sæti í miðstjórn ASÍ. Spurður út í það segir hann: „Ég mun ekki taka sæti í miðstjórn ASÍ með núverandi forseta við völd.“ Vísar hann þar til Gylfa Arnbjörnssonar enda hann ítrekað lýst vantrausti á forystu sambandsins. Hins vegar muni hann væntanlega taka sæti í samninganefnd fyrir hönd VR. 

„Mér hefur þótt forseti ASÍ, og fráfarandi formaður VR, ekki vera í neinu sambandi við vilja fólksins í landinu og sá grunur reyndist vera réttur. Ég bauð mig fram á móti honum, og hef gert það þrisvar sinnum, til þess að sýna almenningi í landinu hversu mikinn stuðnings hann nýtur á meðal þessa þrönga hóps sem er valinn inn á þing sambandsins.“

Bendir Ragnar á að ítrekað hafi verið reynt að fá ályktanir samþykktar á þingum ASÍ um verðtrygginguna. Fjallað hafi verið um málið á vettvangi VR og kröfur í þeim efnum settar ofarlega á blað fyrir kjarasamninga. Þær hafi síðan verið þynntar út hjá ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni innan sambandsins.

„Stefna þeirra í þessum málum hefur verið að leysa lána- og vaxtamálin með því að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru. En launafólk og almenningur í landinu á ekki að þurfa að hafa byssustinginn í bakinu. Við eigum að geta tekið slíka ákvörðun með upplýstum hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launafólki því við getum gert miklu betur.“

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sjóðirnir leggi fé í uppbyggingu leigufélaga

Ragnar vísar þar til margítrekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Samfylkingarinnar að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu af lánum nema með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Ragnar tekur fram að hann hafi ekki tekið afstöðu til Evrópusambandsins sjálfur en hann telji rangt að stilla launafólki upp við vegg með þessum hætti. 

„Þarna er um að ræða margítrekaða stefnu bæði Samfylkingarinnar og ASÍ og þar á milli eru mikil tengsl. Þannig að maður hlýtur að draga þá ályktun að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylgis við þessa risastóru pólitísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er bara allt önnur umræða.“

Ragnar vill að lífeyrissjóðirnir komi að lausn húsnæðismála almennings með beinum hætti. Þá til að mynda með því að leggja fjármagn í uppbyggingu leigufélaga og byggingu íbúða sem seldar væru á kostnaðarverði eða með hóflegri álagningu. Hann vill ennfremur að lögum verði breytt þannig að slík samfélagsverkefni væru ekki háð arðsemiskröfu.

„Ég er ekki að leggja það til að lífeyrissjóðirnir hendi peningum í einhver gæluverkefni þar sem þeir muni tapast að öllu leyti. Ég er eingöngu að tala um að sjóðirnir komi með þolinmótt fjármagn tímabundið inn í slík verkefni sem væru ekki hagnaðardrifin og breyta þeim síðan yfir í samvinnufélög með tíð og tíma og sjóðirnir fengju þá sitt fjármagn til baka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...