Framseldur vegna vopnaðs ráns

Frá Hæstarétti Íslands.
Frá Hæstarétti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð innanríkisráðherra og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að fallast beri á framsalskröfu pólskra yfirvalda vegna Pólverja, sem grunaður er um að hafa framið rán í Póllandi fyrir 14 árum.

Maðurinn, sem hefur dvalið hér á landi frá árinu 2007, er sakaður um að hafa í desember árið 2003 verið þátttakandi í skipulögðum glæpasamtökum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Hann hafi framið vopnað rán með því að dulbúa sig sem lögreglumann og stöðva flutningabifreið, beita bílstjórann ofbeldi, hóta honum, binda hann á höndum og fyrir augu hans með límbandi og aka svo á brott í hinni stolnu bifreið með þann varning sem í henni var. Verðmæti bílsins og varningsins voru á gengi dagsins í dag talin rúmlega 5,2 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert