Hástökkvari vikunnar í Þýskalandi

Gagnrýnendur hafa hrósað túlkun Víkings Heiðars á etýðum Glass á …
Gagnrýnendur hafa hrósað túlkun Víkings Heiðars á etýðum Glass á nýja diskinum, segja hana persónulega, ljóðræna og kraftmikla. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr geisladiskur Víkings Heiðars Ólafssonar með píanóverkum eftir Philip Glass er hástökkvari vikunnar á þýsku vinsældalistunum.

Stökk hann í gær beint upp í fjórða sæti klassíska listans þar í landi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gagnrýnendur hafa fjallað lofsamlega um diskinn. Í Die Welt segir að þegar þessi píanóleikari eigi í hlut verði „tómið aldrei leiðinlegt“. Víkingur skilji etýður Glass og gefi þeim lausan tauminn. Og rýnir Le Monde líkir tilfinningunum í persónulegri túlkuninni við eldfjallahræringar. Víkingur Heiðar leikur verkin á diskinum í Eldborg á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert