Segja heimildina stríða gegn markmiðum

Heimili og skóli segja heimildina í andstöðu við markmið samræmdu …
Heimili og skóli segja heimildina í andstöðu við markmið samræmdu prófanna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Forsvarsmenn félagsins Heimilis og skóla skora á yfirvöld menntamála að afnema heimild til að nota einkunnir úr samræmdum prófum við inntöku í framhaldsskóla. Segir í tilkynningu frá félaginu að þessi heimild, sem hafi komið til með nýlegum breytingum á reglugerð, stríði gegn yfirlýstum markmiðum samræmdra prófa.

Sé sú stefna að skoða stöðu einstaklingsins á tilteknum tímapunkti með það fyrir augum að hann geti bætt námsárangur sinn og einnig að veita upplýsingar um hvernig einstakir skólar og skólakerfið í heild stendur í þeim náms­greinum og námsþáttum sem prófað er úr.

Við teljum að komið hafi verið aftan að nemendum með þessari breytingu og að hætta sé á að skólastarf fari í of miklum mæli að snúast um árangur í þeim fögum sem prófað er úr í samræmdum prófum.  Við teljum einnig að framhaldsskólarnir eigi, í samræmi við fullyrðingar sínar þar um, að vera þess fullfærir að meta nemendur út frá hæfnimiðuðum lokaeinkunnum þeirra úr grunnskóla,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert