Fóru hringinn og kynntu Þýskaland

Þýsku þýskukennararnir Stefanie Meyer og Hanna Bedbur voru glaðar á …
Þýsku þýskukennararnir Stefanie Meyer og Hanna Bedbur voru glaðar á svip þegar Þýskubíllinn staðnæmdist fyrir utan þýska sendiráðið í Reykjavík eftir níu daga hringferð þar sem tólf grunnskólar voru heimsóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þýskubíllinn svonefndi lauk níu daga hringferð í gær þegar bíllinn staðnæmdist við þýska sendiráðið á Íslandi.

Þýskukennaranemarnir Stefanie Meyer og Hanna Bedbur fóru hringinn í kringum landið á vegum þýska sendiráðsins og kynntu fyrir grunnskólanemum Þýskaland og kosti þess að læra þýsku í framhaldsskóla. Á níu dögum heimsóttu þær níu skóla og um það bil 300 nemendur.

Sabine E. Friðfinnsson, starfsmaður þýska sendiráðsins, segir hringferðina hafa farið fram úr skærustu vonum og „geisluðu“ þýsku kennaranemarnir að hennar sögn þegar til Reykjavíkur var aftur komið. „Þær eru brosandi út að eyrum. Og ef það væri ekki fyrir eyrun þá brostu þær sennilega allan hringinn,“ segir Sabine í umfjöllun um hringförina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert