Rauðhærður og málhaltur í sértrúarsöfnuði

Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir.
Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir. mbl.is/Golli

Þrír bræður eru í sveitinni Júníus Meyvant, sem er hugarfóstur Unnars Gísla Sigurmundssonar, en yngri bræður hans, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar, eru með honum í þessu verkefni. Þeir segja frá æskunni í Vestmannaeyjum, trúarlegu uppeldi og tónleikaferðalögum í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

„Mamma og pabbi eru rosalegir hippar. Hefurðu séð Meet the Fockers? Þau eru þannig. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að við fengum öðruvísi uppeldi. Húsið var alltaf opið fyrir fólki,“ segir Unnar en strákarnir ólust upp í hvítasunnukirkjunni Betel, sem er ein ástæða tónlistarástar þeirra. Afi þeirra var Einar J. Gíslason kenndur við Betel, sem stofnaði Samhjálp og var prestur í Fíladelfíu og Betel í fjörutíu ár.

„Þar var mjög mikil tónlist. Það kom mér áfram í tónlist. Ég spilaði mjög mikið í kirkju segir Ólafur en faðir þeirra spilaði sömuleiðis mikið í kirkjunni.

„Þetta er ákveðinn minnihlutahópur og maður hefur oft upplifað sig smá út undan. Alla vega þegar ég var yngri. Það kenndi mér að vera trúður og að hafa eitthvað að segja. Ég var aldrei lagður í einelti því ég var fljótur að svara fyrir mig,“ segir Unnar.

„Ég lenti ekki í neinu heldur en maður þurfti alltaf að svara fyrir sig. Það var alltaf skotið á mann með þetta,“ segir Guðmundur.

„En maður fékk alltaf virðingu fyrir það eins lengi og maður svaraði fyrir sig,“ segir Ólafur.

Ákvað að vera trúðurinn


Unnar rifjar upp fyrsta skóladaginn sinn. „Ég var með smá talörðugleika. Ég lét alltaf g og k fyrir framan l en fyrsti kennarinn minn hét Halla. Ég var að reyna að fá hjálp frá henni og kalla: „Hagla“ og allir horfa á mig og ég segi: „Byssa“ til að redda mér. Hún horfir á mig og segir: „Jæja við erum komin með trúð í hópinn.“ Hún lætur mig fyrir framan töflu og les yfir mér en ég átti bara að standa í skammarkróknum. Ég hugsaði með mér, þetta verður ömurlegt, þetta verður glatað, ég ætla ekki að læra neitt í þessari stofnun. Frá þeim degi varð ég trúður í skólanum og gekk illa í skóla. Það var ekkert að hjálpa mér að vera rauðhærður með talörðugleika og í sértrúarsöfnuði í litlu bæjarfélagi,“ segir Unnar.

Rauðhærði liturinn kláraðist

Hinn dökkhærði Guðmundur skýtur því inn í að rauðhærða genið sé komið frá Einari afa þeirra. „Ég er síðastur af fimm systkinum, þau vilja meina að liturinn hafi verið búinn,“ segir hann en hin systkinin eru öll rauðhærð.

Aftur að mótlætinu, sem Unnar segir hafa hjálpað sér að læra að taka gagnrýni. „Tónlistargagnrýni er hræðilegur heimur ef þú ert lítill í þér. Tónlistarmenn eru oft svo brothættir og ekki tilbúnir að fá högg í andlitið,“ segir hann.

Fjölskyldan er náin og bræðurnir lýsa því að öllum komi vel saman. „Það eru allir vinir heima. Það er ekkert drama,“ segir Unnar.

„Við erum mest að hlæja og segja sögur,“ segir Guðmundur.
Þeir lýsa því að fjölskylda þeirra hafi alltaf verið opin fyrir fólki sem hafi orðið út undan í samfélaginu. „Mamma er mikið með svona fólk heima. Ég held maður hafi lært þetta í kirkjunni. Kirkjan segir ekki nei við neinn. Þetta hefur kennt manni frá barnsaldri að viðurkenna alla,“ segir Unnar.

„Að koma fram við náungann eins og sjálfan sig,“ segir Guðmundur.

„Oft er eitthvert fólk sem er ekki flott á blaði það sem hefur kennt manni eitthvað sem situr eftir. Það er sorglegt hvað það eru miklir fordómar fyrir fólki sem er ekki eins og hinir,“ segir Unnar.

„Ég held það gerist mest í strögglinu, þegar maður þarf að hafa fyrir því að gera eitthvað,“ segir Guðmundur.

Hvernig hefur trúin fylgt ykkur í gegnum lífið? Sækið þið kirkju?

„Ég hef ekki farið lengi en fer alveg, sérstaklega í kringum hátíðir,“ segir Guðmundur.

„Ekki mjög oft en ég er samt í mjög góðu sambandi við fólk sem mætir reglulega og spjalla við það um trúmál. Ég væri alveg til í að mæta oftar,“ segir Ólafur.

„Fyrir mitt leyti er ég rosalega lítið kirkjurækinn. Ég á mjög erfitt með að mæta í kirkju,“ segir Unnar og segist vera meira á andlegu nótunum en trúarlegum nótum.

Næsta kynslóð breytir hlutunum

„Trúargaurinn kann Biblíuna utan að, lemur henni í hausinn á þér og er alltaf að vitna í hana,“ segir Unnar sem er ekki á þeim stað. „Mér finnst gott að lesa Biblíuna,“ segir hann en bætir við að það fari líka í taugarnar á honum að lesa um þverhausa sem æddu í stríð í Gamla testamentinu. Það fer líka í taugarnar á honum þegar fólk gerir ráð fyrir að fólk úr kirkjunni sé á móti samkynhneigðum en sjálfur er hann mjög frjálslyndur og segir að það gleymist að margir séu samkynhneigðir innan kirkjunnar. „Sumir eru aldir þannig upp að þeir eru alveg eftir bókinni og það er erfitt að breyta þannig hugsunarhætti. Það er næsta kynslóð sem breytir hlutunum,“ segir Unnar.

Bræðurnir segjast hafa lært margt á því að vera í hvítasunnukirkjunni. „Mér finnst mjög gott með kirkjuna að það voru alltaf svona vitnisburðir, fólk sem hafði kannski lent í einhverju slæmu var að segja frá sínu lífi,“ segir Guðmundur. „Maður var kannski tíu ára að heyra einhverja vændiskonu segja frá því þegar hún var að selja sig. Ég er þakklátur fyrir þessar sögur og að hafa lært að dæma ekki manneskjuna.“

„Þetta er byltingarkennd hugsun að elska náungann eins og sjálfan sig. Fyrir það var þetta auga fyrir auga,“ segir Ólafur. „Þetta var gott skref. Maður gleymir því hversu mikið kirkjan hefur í rauninni hjálpað með vitnisburði Jesú Krists þegar hann segir: elskaðu náungann eins og sjálfan þig. Bjóddu hinn vangann,“ segir Ólafur.

„Þú kennir ekki neinum með því að öskra. Þú breytir ekki neinu með ofbeldi,“ segir Unnar.
„Ég var að lesa í Biblíunni um daginn að ef maður fer í rökræður á maður að sýna náunganum virðingu og hógværð,“ segir Ólafur.

„Ef við erum að kvóta orðið þá stendur líka í Orðskviðunum, spakmælunum fyrir götuna, að þú átt að hrósa í margmenni en ef þú átt eitthvað vantalað við manneskju, þá áttu að tala við hana augliti til auglitis. Aldrei rakka niður manneskju fyrir framan aðra. Þá er voðinn vís,“ segir Unnar en bætir því við að hann rífi nú stundum kjaft við bræður sína.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Málverk eftir Unnar í baksýn.
Málverk eftir Unnar í baksýn. mbl.is/Golli

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...