Rauðhærður og málhaltur í sértrúarsöfnuði

Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir.
Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir. mbl.is/Golli

Þrír bræður eru í sveitinni Júníus Meyvant, sem er hugarfóstur Unnars Gísla Sigurmundssonar, en yngri bræður hans, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar, eru með honum í þessu verkefni. Þeir segja frá æskunni í Vestmannaeyjum, trúarlegu uppeldi og tónleikaferðalögum í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

„Mamma og pabbi eru rosalegir hippar. Hefurðu séð Meet the Fockers? Þau eru þannig. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að við fengum öðruvísi uppeldi. Húsið var alltaf opið fyrir fólki,“ segir Unnar en strákarnir ólust upp í hvítasunnukirkjunni Betel, sem er ein ástæða tónlistarástar þeirra. Afi þeirra var Einar J. Gíslason kenndur við Betel, sem stofnaði Samhjálp og var prestur í Fíladelfíu og Betel í fjörutíu ár.

„Þar var mjög mikil tónlist. Það kom mér áfram í tónlist. Ég spilaði mjög mikið í kirkju segir Ólafur en faðir þeirra spilaði sömuleiðis mikið í kirkjunni.

„Þetta er ákveðinn minnihlutahópur og maður hefur oft upplifað sig smá út undan. Alla vega þegar ég var yngri. Það kenndi mér að vera trúður og að hafa eitthvað að segja. Ég var aldrei lagður í einelti því ég var fljótur að svara fyrir mig,“ segir Unnar.

„Ég lenti ekki í neinu heldur en maður þurfti alltaf að svara fyrir sig. Það var alltaf skotið á mann með þetta,“ segir Guðmundur.

„En maður fékk alltaf virðingu fyrir það eins lengi og maður svaraði fyrir sig,“ segir Ólafur.

Ákvað að vera trúðurinn


Unnar rifjar upp fyrsta skóladaginn sinn. „Ég var með smá talörðugleika. Ég lét alltaf g og k fyrir framan l en fyrsti kennarinn minn hét Halla. Ég var að reyna að fá hjálp frá henni og kalla: „Hagla“ og allir horfa á mig og ég segi: „Byssa“ til að redda mér. Hún horfir á mig og segir: „Jæja við erum komin með trúð í hópinn.“ Hún lætur mig fyrir framan töflu og les yfir mér en ég átti bara að standa í skammarkróknum. Ég hugsaði með mér, þetta verður ömurlegt, þetta verður glatað, ég ætla ekki að læra neitt í þessari stofnun. Frá þeim degi varð ég trúður í skólanum og gekk illa í skóla. Það var ekkert að hjálpa mér að vera rauðhærður með talörðugleika og í sértrúarsöfnuði í litlu bæjarfélagi,“ segir Unnar.

Rauðhærði liturinn kláraðist

Hinn dökkhærði Guðmundur skýtur því inn í að rauðhærða genið sé komið frá Einari afa þeirra. „Ég er síðastur af fimm systkinum, þau vilja meina að liturinn hafi verið búinn,“ segir hann en hin systkinin eru öll rauðhærð.

Aftur að mótlætinu, sem Unnar segir hafa hjálpað sér að læra að taka gagnrýni. „Tónlistargagnrýni er hræðilegur heimur ef þú ert lítill í þér. Tónlistarmenn eru oft svo brothættir og ekki tilbúnir að fá högg í andlitið,“ segir hann.

Fjölskyldan er náin og bræðurnir lýsa því að öllum komi vel saman. „Það eru allir vinir heima. Það er ekkert drama,“ segir Unnar.

„Við erum mest að hlæja og segja sögur,“ segir Guðmundur.
Þeir lýsa því að fjölskylda þeirra hafi alltaf verið opin fyrir fólki sem hafi orðið út undan í samfélaginu. „Mamma er mikið með svona fólk heima. Ég held maður hafi lært þetta í kirkjunni. Kirkjan segir ekki nei við neinn. Þetta hefur kennt manni frá barnsaldri að viðurkenna alla,“ segir Unnar.

„Að koma fram við náungann eins og sjálfan sig,“ segir Guðmundur.

„Oft er eitthvert fólk sem er ekki flott á blaði það sem hefur kennt manni eitthvað sem situr eftir. Það er sorglegt hvað það eru miklir fordómar fyrir fólki sem er ekki eins og hinir,“ segir Unnar.

„Ég held það gerist mest í strögglinu, þegar maður þarf að hafa fyrir því að gera eitthvað,“ segir Guðmundur.

Hvernig hefur trúin fylgt ykkur í gegnum lífið? Sækið þið kirkju?

„Ég hef ekki farið lengi en fer alveg, sérstaklega í kringum hátíðir,“ segir Guðmundur.

„Ekki mjög oft en ég er samt í mjög góðu sambandi við fólk sem mætir reglulega og spjalla við það um trúmál. Ég væri alveg til í að mæta oftar,“ segir Ólafur.

„Fyrir mitt leyti er ég rosalega lítið kirkjurækinn. Ég á mjög erfitt með að mæta í kirkju,“ segir Unnar og segist vera meira á andlegu nótunum en trúarlegum nótum.

Næsta kynslóð breytir hlutunum

„Trúargaurinn kann Biblíuna utan að, lemur henni í hausinn á þér og er alltaf að vitna í hana,“ segir Unnar sem er ekki á þeim stað. „Mér finnst gott að lesa Biblíuna,“ segir hann en bætir við að það fari líka í taugarnar á honum að lesa um þverhausa sem æddu í stríð í Gamla testamentinu. Það fer líka í taugarnar á honum þegar fólk gerir ráð fyrir að fólk úr kirkjunni sé á móti samkynhneigðum en sjálfur er hann mjög frjálslyndur og segir að það gleymist að margir séu samkynhneigðir innan kirkjunnar. „Sumir eru aldir þannig upp að þeir eru alveg eftir bókinni og það er erfitt að breyta þannig hugsunarhætti. Það er næsta kynslóð sem breytir hlutunum,“ segir Unnar.

Bræðurnir segjast hafa lært margt á því að vera í hvítasunnukirkjunni. „Mér finnst mjög gott með kirkjuna að það voru alltaf svona vitnisburðir, fólk sem hafði kannski lent í einhverju slæmu var að segja frá sínu lífi,“ segir Guðmundur. „Maður var kannski tíu ára að heyra einhverja vændiskonu segja frá því þegar hún var að selja sig. Ég er þakklátur fyrir þessar sögur og að hafa lært að dæma ekki manneskjuna.“

„Þetta er byltingarkennd hugsun að elska náungann eins og sjálfan sig. Fyrir það var þetta auga fyrir auga,“ segir Ólafur. „Þetta var gott skref. Maður gleymir því hversu mikið kirkjan hefur í rauninni hjálpað með vitnisburði Jesú Krists þegar hann segir: elskaðu náungann eins og sjálfan þig. Bjóddu hinn vangann,“ segir Ólafur.

„Þú kennir ekki neinum með því að öskra. Þú breytir ekki neinu með ofbeldi,“ segir Unnar.
„Ég var að lesa í Biblíunni um daginn að ef maður fer í rökræður á maður að sýna náunganum virðingu og hógværð,“ segir Ólafur.

„Ef við erum að kvóta orðið þá stendur líka í Orðskviðunum, spakmælunum fyrir götuna, að þú átt að hrósa í margmenni en ef þú átt eitthvað vantalað við manneskju, þá áttu að tala við hana augliti til auglitis. Aldrei rakka niður manneskju fyrir framan aðra. Þá er voðinn vís,“ segir Unnar en bætir því við að hann rífi nú stundum kjaft við bræður sína.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Málverk eftir Unnar í baksýn.
Málverk eftir Unnar í baksýn. mbl.is/Golli

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Helstu markmið náðust en liðið varð í 41. sæti. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Segir borgina ekki brjóta samning

14:40 Borgarlögmaður telur Reykjavíkurborg ekki brjóta gegn samningi við AFA JCDecaux, sem á og rekur biðskýli borgarinnar, með því að heimila WOW air að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á auglýsingaskiltum sem standa við hjólastöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borgina. Meira »

Fjárdráttarmáli frestað fram á haust

14:01 Máli konu, fyrrverandi starfsmanns á fjármálasviði Landsbankans, sem ákærð er fyrir tæplega 34 milljón króna fjárdrátt og peningaþvætti, var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var tekin afstaða til ákærunnar í morgun. Meira »

Óverulegt tjón á húsnæði Hrafnistu

13:49 Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í þaki öldrunarheimilisins í dag. Endurnýjun stendur yfir á þaki hússins, og kom eldurinn upp vegna viðhaldsframkvæmda. Meira »

Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin

14:05 Reykjavíkurborg er veittur 14 daga frestur til að bregðast við samningsbroti á samningi borgarinnar og AFA JCDecaux, sem á og rekur öll biðskýli á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfi til borgarinnar kemur fram að fyrirtækið áskilji sér allan rétt til að rifta samningnum og fjarlægja öll biðskýli. Meira »

Kláraði keppni í fyrsta sinn

13:50 Jón Óli Ólafsson hjólaði í gegnum endamarkið í WOW Cyclothon fyrr í dag eftir að hann neyddist til þess að hætta keppni vegna veðurs. Er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í einstaklingsflokki. Meira »

„Ég er drusla“ að veruleika

13:40 „Þessi bók er gerð til að hreyfa og til að heila,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, um bókina Ég er drusla sem kemur í verslanir í næstu viku. Er bókinni ætlað að fanga orku Druslugöngunnar, sem hefur verið gengin árlega hér á landi frá árinu 2011. Meira »

Wow Cyclothon

Til sölu DODGE DYNASTY ár 1991
Til sölu DODGE DYNASTY ár 1991,sjálfsk,framdrif, fornbíll engin bifreiðask ,tryg...
M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Til Sölu: NISSAN TERRANO II jeppi 1995 kr. 190.000. Skoðun til mars/apríl 2018
Góð dísilvél keyrð 270þ Kassi/vagn keyrður 328þ. Breytttur, er á nýlegum 32 tom...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...