Rauðhærður og málhaltur í sértrúarsöfnuði

Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir.
Bræðurnir Unnar Gísli, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar Sigurmundssynir. mbl.is/Golli

Þrír bræður eru í sveitinni Júníus Meyvant, sem er hugarfóstur Unnars Gísla Sigurmundssonar, en yngri bræður hans, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar, eru með honum í þessu verkefni. Þeir segja frá æskunni í Vestmannaeyjum, trúarlegu uppeldi og tónleikaferðalögum í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

„Mamma og pabbi eru rosalegir hippar. Hefurðu séð Meet the Fockers? Þau eru þannig. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að við fengum öðruvísi uppeldi. Húsið var alltaf opið fyrir fólki,“ segir Unnar en strákarnir ólust upp í hvítasunnukirkjunni Betel, sem er ein ástæða tónlistarástar þeirra. Afi þeirra var Einar J. Gíslason kenndur við Betel, sem stofnaði Samhjálp og var prestur í Fíladelfíu og Betel í fjörutíu ár.

„Þar var mjög mikil tónlist. Það kom mér áfram í tónlist. Ég spilaði mjög mikið í kirkju segir Ólafur en faðir þeirra spilaði sömuleiðis mikið í kirkjunni.

„Þetta er ákveðinn minnihlutahópur og maður hefur oft upplifað sig smá út undan. Alla vega þegar ég var yngri. Það kenndi mér að vera trúður og að hafa eitthvað að segja. Ég var aldrei lagður í einelti því ég var fljótur að svara fyrir mig,“ segir Unnar.

„Ég lenti ekki í neinu heldur en maður þurfti alltaf að svara fyrir sig. Það var alltaf skotið á mann með þetta,“ segir Guðmundur.

„En maður fékk alltaf virðingu fyrir það eins lengi og maður svaraði fyrir sig,“ segir Ólafur.

Ákvað að vera trúðurinn


Unnar rifjar upp fyrsta skóladaginn sinn. „Ég var með smá talörðugleika. Ég lét alltaf g og k fyrir framan l en fyrsti kennarinn minn hét Halla. Ég var að reyna að fá hjálp frá henni og kalla: „Hagla“ og allir horfa á mig og ég segi: „Byssa“ til að redda mér. Hún horfir á mig og segir: „Jæja við erum komin með trúð í hópinn.“ Hún lætur mig fyrir framan töflu og les yfir mér en ég átti bara að standa í skammarkróknum. Ég hugsaði með mér, þetta verður ömurlegt, þetta verður glatað, ég ætla ekki að læra neitt í þessari stofnun. Frá þeim degi varð ég trúður í skólanum og gekk illa í skóla. Það var ekkert að hjálpa mér að vera rauðhærður með talörðugleika og í sértrúarsöfnuði í litlu bæjarfélagi,“ segir Unnar.

Rauðhærði liturinn kláraðist

Hinn dökkhærði Guðmundur skýtur því inn í að rauðhærða genið sé komið frá Einari afa þeirra. „Ég er síðastur af fimm systkinum, þau vilja meina að liturinn hafi verið búinn,“ segir hann en hin systkinin eru öll rauðhærð.

Aftur að mótlætinu, sem Unnar segir hafa hjálpað sér að læra að taka gagnrýni. „Tónlistargagnrýni er hræðilegur heimur ef þú ert lítill í þér. Tónlistarmenn eru oft svo brothættir og ekki tilbúnir að fá högg í andlitið,“ segir hann.

Fjölskyldan er náin og bræðurnir lýsa því að öllum komi vel saman. „Það eru allir vinir heima. Það er ekkert drama,“ segir Unnar.

„Við erum mest að hlæja og segja sögur,“ segir Guðmundur.
Þeir lýsa því að fjölskylda þeirra hafi alltaf verið opin fyrir fólki sem hafi orðið út undan í samfélaginu. „Mamma er mikið með svona fólk heima. Ég held maður hafi lært þetta í kirkjunni. Kirkjan segir ekki nei við neinn. Þetta hefur kennt manni frá barnsaldri að viðurkenna alla,“ segir Unnar.

„Að koma fram við náungann eins og sjálfan sig,“ segir Guðmundur.

„Oft er eitthvert fólk sem er ekki flott á blaði það sem hefur kennt manni eitthvað sem situr eftir. Það er sorglegt hvað það eru miklir fordómar fyrir fólki sem er ekki eins og hinir,“ segir Unnar.

„Ég held það gerist mest í strögglinu, þegar maður þarf að hafa fyrir því að gera eitthvað,“ segir Guðmundur.

Hvernig hefur trúin fylgt ykkur í gegnum lífið? Sækið þið kirkju?

„Ég hef ekki farið lengi en fer alveg, sérstaklega í kringum hátíðir,“ segir Guðmundur.

„Ekki mjög oft en ég er samt í mjög góðu sambandi við fólk sem mætir reglulega og spjalla við það um trúmál. Ég væri alveg til í að mæta oftar,“ segir Ólafur.

„Fyrir mitt leyti er ég rosalega lítið kirkjurækinn. Ég á mjög erfitt með að mæta í kirkju,“ segir Unnar og segist vera meira á andlegu nótunum en trúarlegum nótum.

Næsta kynslóð breytir hlutunum

„Trúargaurinn kann Biblíuna utan að, lemur henni í hausinn á þér og er alltaf að vitna í hana,“ segir Unnar sem er ekki á þeim stað. „Mér finnst gott að lesa Biblíuna,“ segir hann en bætir við að það fari líka í taugarnar á honum að lesa um þverhausa sem æddu í stríð í Gamla testamentinu. Það fer líka í taugarnar á honum þegar fólk gerir ráð fyrir að fólk úr kirkjunni sé á móti samkynhneigðum en sjálfur er hann mjög frjálslyndur og segir að það gleymist að margir séu samkynhneigðir innan kirkjunnar. „Sumir eru aldir þannig upp að þeir eru alveg eftir bókinni og það er erfitt að breyta þannig hugsunarhætti. Það er næsta kynslóð sem breytir hlutunum,“ segir Unnar.

Bræðurnir segjast hafa lært margt á því að vera í hvítasunnukirkjunni. „Mér finnst mjög gott með kirkjuna að það voru alltaf svona vitnisburðir, fólk sem hafði kannski lent í einhverju slæmu var að segja frá sínu lífi,“ segir Guðmundur. „Maður var kannski tíu ára að heyra einhverja vændiskonu segja frá því þegar hún var að selja sig. Ég er þakklátur fyrir þessar sögur og að hafa lært að dæma ekki manneskjuna.“

„Þetta er byltingarkennd hugsun að elska náungann eins og sjálfan sig. Fyrir það var þetta auga fyrir auga,“ segir Ólafur. „Þetta var gott skref. Maður gleymir því hversu mikið kirkjan hefur í rauninni hjálpað með vitnisburði Jesú Krists þegar hann segir: elskaðu náungann eins og sjálfan þig. Bjóddu hinn vangann,“ segir Ólafur.

„Þú kennir ekki neinum með því að öskra. Þú breytir ekki neinu með ofbeldi,“ segir Unnar.
„Ég var að lesa í Biblíunni um daginn að ef maður fer í rökræður á maður að sýna náunganum virðingu og hógværð,“ segir Ólafur.

„Ef við erum að kvóta orðið þá stendur líka í Orðskviðunum, spakmælunum fyrir götuna, að þú átt að hrósa í margmenni en ef þú átt eitthvað vantalað við manneskju, þá áttu að tala við hana augliti til auglitis. Aldrei rakka niður manneskju fyrir framan aðra. Þá er voðinn vís,“ segir Unnar en bætir því við að hann rífi nú stundum kjaft við bræður sína.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Málverk eftir Unnar í baksýn.
Málverk eftir Unnar í baksýn. mbl.is/Golli

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Myndaði nakta konu í sturtu

15:14 Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári tekið myndband af konu án hennar vitneskju þegar hún var nakin í sturtu. Þá fór hann inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að taka myndband af annarri konu þegar hún var einnig nakin í sturtu. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Samþykktu tillögu um Landssímareit

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag deiliskipulagstillögu Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...