Kjaraviðræður lækna og ríkis eru hafnar

Vonast er til að samningar gangi hraðar fyrir sig núna …
Vonast er til að samningar gangi hraðar fyrir sig núna en fyrir tveimur árum. mbl.is/Golli

Kjaraviðræður Læknafélags Íslands og ríkisins eru hafnar, að sögn Þorbjörns Jónssonar, formanns læknafélagsins.

„Við höfum hitt samninganefnd ríkisins einu sinni þar sem við lögðum línurnar fyrir framhaldið, þ.e. hvernig við ætlum að haga viðræðunum,“ segir Þorbjörn en samningur félagsins við ríkið rennur út í næsta mánuði.

„Ég get voðalega lítið tjáð mig um stöðu mála núna enda viðræður milli okkar og ríkisins rétt að hefjast,“ segir Þorbjörn í umfjöllun um viðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert