Gætu slegið í gegn eftir 4-5 vikur

Vaðlaheiðargöng lengdust um 58,5 metra í síðustu viku en eftir á að grafa 321 metra þar til þeim hluta verksins lýkur; þar til slegið verður í gegn, eins og gangagerðarmenn kalla það. Búið er að grafa 95,5% – 5.119 metra Eyjafjarðarmegin en 1.766 metra Fnjóskadalsmegin. Göngin verða alls 7.206 metra löng.

Vel hefur gengið undanfarið, eftir að þykkt setlag, sem komið var að í desember, tafði för um tíma. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir ekki ólíklegt að slegið verði í gegn eftir 4-5 vikur.  

Vinna við gangagröftinn hófst sumarið 2013og stefnt er að því að taka göngin í notkun haustið 2018.

Bormenn Eyjafjarðarmegin að störfum í morgun, undirbúa næstu sprengingu sem …
Bormenn Eyjafjarðarmegin að störfum í morgun, undirbúa næstu sprengingu sem verður síðdegis í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Malarefni mokað upp á bíl inni í göngunum. Efnið er …
Malarefni mokað upp á bíl inni í göngunum. Efnið er geymt í miklum haugum í grennd við gangamunnann. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert