Þjóðleikhúsið vill leikfangafígúrur

Áttu leikfangafígúru sem þú mátt sjá af?
Áttu leikfangafígúru sem þú mátt sjá af? Af Wikipedia

Í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Álfahöllinni eftir Þorleif Örn Arnarsson, óskar Þjóðleikhúsið eftir því að fá leikfangafígurur í ýmsum stærðum og gerðum gefins. Leikfangafígúrurnar verða hluti af heimi verksins og eru táknrænar fyrir þau 6.107 börn sem líða skort á Íslandi um þessar mundir samkvæmt nýrri rannsóknarskýrslu Unicef.

Ýmsar tegundir af leikföngum koma til greina, svo sem bangsar, brúður, playmokallar og þess háttar fígúrur. Þeir sem vilja leggja leikhúsinu lið geta komið með leikföngin í miðasölu Þjóðleikhússins á milli kl. 10 og 18 virka daga fram til mánudagsins 3. apríl, segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert