Mjólkin frestast líklega

Tíu af tólf umsögnum um frumvarpið eru mjög neikvæðar í …
Tíu af tólf umsögnum um frumvarpið eru mjög neikvæðar í garð þess. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum sem m.a. mæla fyrir um frávik frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn, var ekki lagt fram eða afgreitt á aukafundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, en á laugardag, þann 1. apríl, rennur út frestur til þess að leggja fram þingmál á vorþingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra var í gær spurð hver yrðu örlög þessa frumvarps hennar, sem mikil óánægja ríkir með hjá bændasamtökum, kúabændum og mjólkurframleiðendum.

„Ég er bara að fara yfir umsagnirnar um frumvarpið og skoða hvaða möguleika ég hef í stöðunni. Ef ég legg frumvarpið ekki fram núna, þá legg ég það fram í haust. Ef ég legg það fram núna, þá geri ég mér grein fyrir því að það yrði einungis til kynningar, ekki efnislegrar afgreiðslu,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert