Albert og Katla tóku sæti á þingi

Katla Hólm Þórhildardóttir.
Katla Hólm Þórhildardóttir. Ljósmynd/Píratar.is

Sjálfstæðismaðurinn Albert Guðmundsson og píratinn Katla Hólm Þorhildardóttir tóku sæti á Alþingi í dag. Hvorugt þeirra hafði áður tekið sæti á Alþingi og skrifuðu þau því undir drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar í morgun.

Albert tekur sæti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur en hún getur ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Albert er fráfarandi formaður Heimdallar, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík en hann var í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir þingkosningar síðasta haust. 

Katla Hólm tekur sæti Birgittu Jónsdóttur sem líkt og Áslaug Arna mun ekki geta sinnt þingmennsku á næstunni. Katla Hólm var líkt og Albert í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. 

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Ljósmynd/Hakon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert