Kostaði þrjátíu milljónir

Rannsóknarnefnd Alþingis kynnir skýrslu um sölu Búnaðarbanka.
Rannsóknarnefnd Alþingis kynnir skýrslu um sölu Búnaðarbanka. mbl.is/Golli

Kostnaður Alþingis vegna rannsóknarnefndar Alþingis, sem rannsakaði þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á tæplega 46% hlut í Búnaðarbankanum í janúar 2003, reyndist vera um 30 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis.

Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið að endanlegar kostnaðartölur væru ekki enn komnar. „Þegar rannsóknarnefndin var skipuð í júlí í fyrra, var áætlaður kostnaður við störf nefndarinnar um 30 milljónir króna. Miðað við stöðuna nú sjáum við ekki að þar muni skeika miklu,“ segir Karl í Morgunblaðinu í dag.

Spurður um kostnað við aðrar rannsóknarnefndir Alþingis á undanförnum árum, sagði Karl að í árslok 2013 hefði kostnaður við rannsókn á falli bankanna (fyrsta rannsóknarnefndin, sem skilaði skýrslu sinni 2010) verið 478 milljónir króna, rannsókn á falli sparisjóðanna hefði kostað 577 milljónir króna og rannsókn á Íbúðalánasjóði hefði kostað 213 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert