Mega innheimta gjald af eignarlandi

Helgafell. Landeigendur rukka nú 400 krónur vilji menn ganga upp …
Helgafell. Landeigendur rukka nú 400 krónur vilji menn ganga upp á fellið.

Réttur landeiganda til að innheimta gjald vegna umferðar gangandi fólks og dvalar á eignarlandi takmarkast eingöngu af samningum eða af ákvæðum um almannarétt til umferðar.

Þetta segir Ívar Pálsson hæstaréttarlögmaður í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fyrir þremur árum.

Spurningar hafa vaknað um heimildir landeigenda til gjaldtöku framhaldi af fréttum um að nú þurfi fólk að greiða 400 krónur fyrir að ganga upp á Helgafell á Snæfellsnesi. Heitar umræður hafa spunnist um gjaldtökuna á síðunni Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. Gjaldtaka af ferðamönnum fer reyndar fram á fleiri stöðum á landinu í dag, einkum á Suður- og Vesturlandi, svo sem við Kerið og við hellinn Víðgelmi í Borgarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert