Niðurgreiðsla háð akstursgögnum

Íslensk stjórnvöld vilja að hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði …
Íslensk stjórnvöld vilja að hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030. Þetta hlutfall er í dag 6%. ESB er að hraða þróun og dreifingu á vetni sem orkugjafa í samgöngum í Evrópu.

Niðurgreiddir vetnisbílar verða í boði þegar fyrsta vetnisstöð Skeljungs verður opnuð snemma á næsta ári.

Kaup á bílunum eru háð því að gögn úr aksturstölvu verði afhent Íslenskri nýorku í rannsóknar- og þróunarskyni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Niðurgreiðslurnar koma úr 400 milljóna króna Evrópustyrk sem Skeljungur og Íslensk nýorka fengu til að hefja innviðauppbyggingu fyrir vetnisbíla hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert