Ríkið svíkur loforð um framhaldsskólana

Stjórn Félags framhaldsskólakennara segir loforð, um að allur fjárhagslegur ávinningur …
Stjórn Félags framhaldsskólakennara segir loforð, um að allur fjárhagslegur ávinningur af styttingu framhaldsskóla yrði ekki tekinn út úr rekstri skólanna, heldur nýttur til þess að auka þjónustu við nemendur, hafa verið svikin. mbl.is/Árni Sæberg

„Stjórn Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að efna ekki þau loforð sem yfirvöld menntamála gáfu þegar námstími til stúdentsprófs var styttur,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu Kennarasambands Íslands sem er ósátt við að framlög til framhaldsskólanna séu skorin verulega niður í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2022.

„Loforð um að allur fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði ekki tekinn út úr rekstri framhaldsskólanna heldur nýttur til þess að auka þjónustu við nemendur hafa nú verið svikin,“ segir í tilkynningunni.

Ekki sé heldur að sjá í ríkisfjármálaáætluninni að til standi að efna þau fyrirheit stjórnvalda að jafna laun opinberra starfsmanna við sambærilega hópa á almennum markaði.

„Stjórn Félags framhaldsskólakennara skorar á Alþingi að standa vörð um íslenskt menntakerfi og spyrna við fótum gegn áframhaldandi fjársveltum framhaldsskólum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert