Veðurstofuveturinn var óvenjuhlýr

Veturinn var sá fjórði hlýjasti á Akureyri.
Veturinn var sá fjórði hlýjasti á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýliðinn vetur hefur verið óvenjuhlýr. Desember og febrúar voru sérlega hlýir, en janúar og mars nær meðallaginu. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hér á Trausti við svokallaðan Veðurstofuvetur, þ.e. mánuðina desember til mars að báðum meðtöldum.

Í Reykjavík er aðeins vitað um þrjá hlýrri vetur frá upphafi samfelldra mælinga árið 1870, segir Trausti. Það eru 1963 til 1964, 1928 til 1929 og 2002 til 2003.

Á Akureyri er þetta einnig fjórði hlýjasti veturinn og eru það sömu vetur og í Reykjavík sem voru hlýrri. Það sama á einnig við um Stykkishólm. Úrkoma var um 30 prósent umfram meðallag í Reykjavík, en 10 prósent á Akureyri, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurstofuveturinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert