Vilja stofna embætti tæknistjóra ríkisins

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að stofnað verði embætti tæknistjóra ríkisins. Hann eigi að hafa umsjón með tæknilegum innviðum Stjórnarráðsins, viðhaldi hugbúnaðar og hugbúnaðargerð.

Ör tölvuvæðing stjórnkerfisins á undanförnum árum hefur leitt til þess að flestar ríkisstofnanir hafa þróað ýmiss konar sérhæfð hugbúnaðarkerfi til að geta sinnt hlutverki sínu betur en ella,“ segir í greinagerð með tillögunni en Smári McCarthy er fyrsti flutningsmaður hennar.

Segir ennfremur að hugbúnaðurinn sé í mismunandi ásigkomulagi og mikill hluti hugbúnaðarins hafi öryggisgalla sem ekki hafi verið bætt úr, og vafalaust séu margir óþekktir gallar.

Ýmis tölvukerfi hafi á undanförnum misserum skapað vandamál vegna viðahaldsleysis, lélegs viðmóts eða skorts á gæðaprófum. Dæmi um slíkt er lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins og reikniverk Hagstofu Íslands fyrir útreikning á verðbólgu.

Helsti kostur embættis tæknistjóra er sparnaður, vegna þess að kostnaður við hugbúnaðarþróun og viðhald hugbúnaðar minnkar og einnig vegna þess að hægt er að draga verulega úr tvíverknaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert