Missti andann og leið útaf

mbl.is/G.Rúnar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 90 daga fangelsi, þar af 60 daga skilorðsbundið, fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn er ennfremur dæmdur til að greiða 186.000 krónur í sakarkostnað.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði manninn í febrúar, en ákæran var í tveimur liðum. 

Hann var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa að kvöldi 29. nóvember veit með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu. Hann tók hana hálstaki þannig að hún missti andann og leið útaf. Þá sló hann hana með krepptum hnefa í andlitið, reif í hár hennar, kastaði henni utan í vegg og sparkaði í utanvert læri. Hún hlaut maráverka víða og eymsli.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa í nóvember ekið bifreið í Hafnarfirði undir áhrifum ávana- og fíkniefna óhæfur til að stjórna henni örugglega. Amfetamín í blóði mældist 750 ng/ml og tetrahýdrókannabínól í blóði 1,0 ng/ml. Hann var auk þess sviptur ökurétti. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum í desember.

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að maðurinn hefði ekki sótt þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Með vísan til þessa og rannsóknargagna málsins taldist háttsemi mannsins sönnuð.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1973, hefur nú í þriðja sinn verið fundinn sekur um að aka óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og í fyrsta sinn sviptur ökurétti. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot. Hins vegar horfir til þyngingar að brot ákærða beindist að þáverandi kærustu hans 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert