Reyna að létta á spítalanum

Verið er að leita leiða til að létta álaginu af …
Verið er að leita leiða til að létta álaginu af Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leysa á fráflæðisvanda Landspítalans í nokkrum skrefum á næstu mánuðum. Yfirstjórn spítalans kynnti áætlun þess efnis nýverið eftir mikinn þrýsting frá yfirlæknum og deildarstjórum sem hafa fengið nóg af yfirfullum spítala.

Opnuð verður bið- og endurhæfingardeild með fimmtán rúmum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um miðjan maí. Þá eru tilbúin sex hjúkrunarrými á Akranesi og í Borgarnesi og fleiri hjúkrunarrýma er að vænta á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítalans.

Enn frekara samstarf við heilbrigðisstofnanirnar á Selfossi, Suðurnesjum og Akranesi er líka í bígerð, að því er fram kemur í umfjöllun um álgasvanda á Landspítalanum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert