Buðu þingmönnum á mynd um fátækt

Sæti voru tekin frá fyrir þingmenn á sýningunni og sérmerkt …
Sæti voru tekin frá fyrir þingmenn á sýningunni og sérmerkt þeim. mbl.is/Kristinn

Pepp Ísland – Samtök fólks í fátækt og Bíó Paradís, buðu í kvöld þingmönnum, fólki í stjórnsýslunni og fjölmiðlum á mynd leikskjórans Ken Loach í I, Daniel Blake.

Myndin lýsir raunum fólks af baráttu þeirra við opinbera kerfið og segir í fréttatilkynningu að hún afhjúpi fátæktina, eitt skelfilegasta mein samfélagsins.Tekin voru frá sæti fyrir ráðherra og þingmenn og efnt til umræðna undir stjórn Mikaels Torfasonar, að sýningu lokinni.

Myndin segir frá Daniel Blake, 59 ára gömlum smið sem er nýbúinn að fá hjartaáfall. Læknirinn hans segir honum að hann megi ekki vinna – en eftir að hafa svarað fáránlegum spurningum skrifstofustarfsmanns segir kerfið hins vegar að hann sé vinnufær. Í kjölfarið tekur við löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfi.

Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Gullpálmann í Cannes og BAFTA verðlaun fyrir bestu bresku mynd ársins.

Mikael Torfason stýrði umræðum að sýningu lokinni.
Mikael Torfason stýrði umræðum að sýningu lokinni. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert