Ber kala til þessara manna

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta eru skilaboð til fólks að ríkið megi brjóta á þeim. Það er nú bara þannig,“ segir Páll Sverrisson í samtali við mbl.is. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða honum 200 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að upplýsingar úr sjúkra­skrá hans voru birt­ar op­in­ber­lega. Páll hafði farið fram á 35 milljónir króna í bætur.

Málið má rekja til árs­ins 2011 en þá birti lækn­ir á Aust­ur­landi upp­lýs­ing­ar úr sjúkra­skrá Páls í mála­rekstri fyr­ir siðanefnd Lækna­fé­lags Íslands. Úrsk­urður nefnd­ar­inn­ar var birt­ur í Lækna­blaðinu sem og á heimasíðu þess.

Í úr­sk­urðinum komu fram upp­lýs­ing­ar úr sjúkra­skrá áfrýj­anda, meðal ann­ars sjúk­dóms­grein­ing hans við út­skrift af til­tek­inni sjúkra­stofn­un, án þess að áfrýj­andi væri nafn­greind­ur. Páli voru dæmd­ar 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur sam­eig­in­lega úr hendi Lækna­fé­lags Íslands og rit­stjóra Lækna­blaðsins vegna birt­inga upp­lýs­inga í Lækna­blaðinu. Ríkissaksóknari felldi niður kæru á hendur lækninum sem fór í sjúkraskrá Páls.

Þeir hlæja bara

Páll segir að niðurstaða Hæstaréttar sé langt því frá ásættanleg en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt honum 100 þúsund krónur í bætur. „Það að Hæstiréttur hafi tekið sér tvo daga eftir þinghald til að kveða upp dóminn segir mér að dómurinn var ákveðinn fyrir þinghald. Hvers vegna var Hæstiréttur með þinghald?“ spyr Páll.

„Þeir hlæja bara. Ég er aðhlátursefni hjá þeim,“ bætir hann við. „Ég hef enga trú á dómskerfinu, hvorki héraðsdómi né Hæstarétti,“ segir Páll og segir að það þurfi varla að taka það fram að hann hafi enga trú á læknastéttinni. Eina leiðin fyrir hann úr þessu sé úr landi.

Ætlar að yfirgefa landið

Ég er að fara, það er eiginlega frágengið. Hér get ég ekki verið. Hverjir hafa brotið á mér? Lögregla, ákæruvald, dómsvald, læknastéttin. Það hafa allir skellt á mig hurð.

Ríkissaksóknari ákvað að sækja lækninn, sem notaði upplýsingar um Pál í mála­rekstri fyr­ir siðanefnd Lækna­fé­lags Íslands, ekki til saka. „Það ætti að hafa samband við lækninn og athuga hvernig hann hafi það, hvort hann sé búinn að ná sér,“ segir Páll.

Málið gegn lækninum var látið niður falla vegna þess á grundvelli heim­ild­ar í lög­um um meðferð saka­mála um að hægt sé að láta mál niður falla þegar sak­born­ing­ur hef­ur geng­ist und­ir eða hon­um verið ákveðin viður­lög og ef brot hef­ur valdið hon­um sjálf­um óvenju­lega mikl­um þján­ing­um eða aðrar sér­stak­ar ástæður mæla með því að fallið sé frá sak­sókn, að því gefnu að al­manna­hags­mun­ir krefj­ist ekki máls­höfðunar.

Hann er með læknastofu í Garðabæ og þetta hefur ekki haft nein áhrif á hann,“ segir Páll.

Ég er virkilega ósáttur við dómskerfið og ber kala til þessara manna. Þetta mál varðar ekki bara mig, heldur alla enda hafa allir sjúkraskrár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert