Fyrstu lundarnir eru komnir til Vestmannaeyja

Náttúrufræðingur er nokkuð bjartsýnn á varpið í ár.
Náttúrufræðingur er nokkuð bjartsýnn á varpið í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu lundarnir eru komnir til landsins, en starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands urðu varir við fyrstu lundana á sjó við Vestmannaeyjar á páskadag. Seinna um kvöldið settist lundinn upp, eins og það kallast þegar hann kemur á land.

Í umfjöllun um lundakomuna í Morgunblaðinu í dag segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, að yfirleitt sitji lundarnir í tvo til þrjá daga þegar þeir koma til landsins en haldi sig á hafi úti þar til þeir koma aftur í land til að verpa í lok maí.

Þó með undantekningum, en í fyrra komu lundarnir seinna til landsins en venjulega, en fóru ekki aftur á sjó og voru við byggð fram á haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert