Úr ys og þys borgarinnar í sveitasæluna

Anna Lilja (f. miðju) ásamt Sólrúnu Siggeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Sigurði ...
Anna Lilja (f. miðju) ásamt Sólrúnu Siggeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Sigurði Halldórssyni, lækni, eftir flugslysaæfingu.

Anna Lilja Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, býr ein með einhverfum syni sínum. Hún starfaði á Landspítalanum í Reykjavík og síðan á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og líkaði vel í starfi sínu. Draumurinn var þó að flytja út á land í rólegt umhverfi með drenginn sinn og fyrir valinu varð Þórshöfn á Langanesi.

Hjúkrunarfræðingurinn Anna Lilja Ómarsdóttir ákvað í fyrrahaust að söðla um og flytja frá Reykjavík alla leið til Þórshafnar en lengra kemst hún varla frá borginni.

„Ég átti mér lengi þann draum að prófa að búa úti á landi en það er stór ákvörðun einkum vegna þess að ég bý ein með syni mínum, Daniel Ómari, sem er með ódæmigerða einhverfu. Hann er því með ýmsar sérþarfir og þolir illa breytingar. Stutt dvöl úti á landi í fyrrasumar varð til að hreyfa við okkur mæðginunum fyrir alvöru, okkur leið vel í sveitakyrrðinni og gátum bæði hugsað okkur búsetu í rólegu umhverfi,“ segir Anna Lilja.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Þegar hún sá auglýsta stöðu hjúkrunarfræðings á Þórshöfn ákvað hún að kanna málið og áður en hún vissi af var hún komin til Þórshafnar. Henni leist strax vel á staðinn og fólkið og ágætt húsnæði fylgdi starfinu.

Opin umræða um einhverfu

Anna Lilja segir fyrstu dagana á Þórshöfn vera minnisstæða en þangað fluttu mæðginin í lok september ásamt kettinum Lottu. Haustið var gott, nánast samfelld blíða fram í nóvember, mæðginin hjóluðu í skóla og vinnuna á nokkrum mínútum, ekkert umferðarstress.

„Samfélagið tók okkur vel og skólinn fór ágætlega af stað hjá Daniel, sem var þá átta ára. Hann var strax tekinn í hópinn og ákvað sjálfur að ræða opinskátt við krakkana um að hann væri með einhverfu.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Hann sagði þeim að sinn heili væri öðruvísi en hjá hinum krökkunum og þess vegna gerði hann stundum hluti sem hann vildi ekki endilega gera. Það hefur hjálpað upp á skilning og umburðarlyndi hjá samnemendum hans.“

Anna Lilja segist í heildina vera mjög ánægð með skólavist Daniels á Þórshöfn, þó vissulega skiptist þar á skin og skúrir. Skólinn er lítill, um sjötíu börn og telur Anna Lilja það henta einhverfu barni betur en stærri skólar.

Ágætlega er komið til móts við hans sérþarfir og farið þar eftir ráðleggingum barnageðlæknis Daniels en Anna Lilja er í fjarsambandi við hann eftir að mæðginin fluttu frá Reykjavík. Í skólanum er leitast við að draga úr áreiti og mæta þörfum Daniels og þannig nær hann oftast að ljúka sínum skólaverkefnum og segir móðir hans það mikla framför.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Anna Lilja nefnir fleiri kosti við búsetu á landsbyggðinni, hér hafi börnin mikið frelsi og það hafi gert Daniel gott að geta leikið sér meira úti. Hér upplifi hann meira öryggi, minni hættur og svæðið sé minna.

„Vissulega hafa flutningarnir stundum tekið á og hann fær heimþrá öðru hvoru en við erum dugleg að fara suður og heimsækja fólkið okkar. Allt hefur þó bæði kosti og galla,“ segir Anna Lilja: „Helsti gallinn við það að búa hér er að mínu mati sá, að erfitt er að sækja sérfræðiþjónustu og þar af leiðandi höfum við fengið minni aðstoð með röskun Daniels. Ég er sem betur fer búin að afla mér þekkingar í mörg ár en það má segja að maður verði sjálfur að gerast hálfgerður sérfræðingur í greiningu barnsins, einkennum og úrræðum; vita hvað hjálpar og hvað virkar best.“

Það kom Önnu Lilju á óvart hversu auðvelt henni reyndist að aðlagast nýja umhverfinu. Henni fannst eins og hún væri komin heim. Hún hefur eignast góða vini og vinnufélaga, starfið á Heilsugæslunni á Þórshöfn er fjölbreytt og krefjandi, enginn dagur er eins.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Hlutverk og störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni eru að hennar sögn oft fjölbreyttari en hjá þeim sem vinna á stærri stöðum, þeir sinna t.d. ýmsu sem aðrar starfsstéttir sjá vanalega um og líkar Önnu sú fjölbreytni vel. Enginn læknir er búsettur á Þórshöfn og því tekur hún bakvaktir á móti öðrum heilbrigðisstarfsmönnum á Þórshöfn.

Frá flugslysaæfingu í Sjúkraflutningaskólann

Stuttu eftir að Anna Lilja flutti til Þórshafnar var haldin þar stór flugslysaæfing og fékk hún hlutverkið aðhlynningarstjóri, sem hefur umsjón með sjúkrahjálp og fjöldahjálp á hópslysavettvangi.

„Æfingin reyndi mikið á en tókst vel og vakti hjá mér áhuga á að læra meiri bráðahjúkrun til að fá betri á þekkingu á alvarlegri tilvikum. Hjúkrunarfræðinámið kemur vissulega inn á bráðahlutann en ekki nógu mikið. Ég var í vafa um hvaða nám nýttist mér best en þá benti læknir á staðnum mér á nám hjá Sjúkraflutningaskóla Íslands.“

Anna Lilja og Daniel Ómar slappa af í jarðbaði við ...
Anna Lilja og Daniel Ómar slappa af í jarðbaði við Mývatn.


Anna Lilja sá þar tækifæri til að styrkja sig frekar í starfi og geta þjónað samfélaginu betur. Hún fékk inngöngu og byrjaði í náminu eftir áramótin og sér ekki eftir því. Í boði er bæði staðarnám og streymisnám, sem Anna kaus.

„Námið er mjög skemmtilegt og krefjandi, það er keyrt á miklum hraða á stuttum tíma því búið er að lengja grunnnámið um helming. Fyrirlestrarnir eru á netinu en verkleg kennsla á Akureyri svo þangað fer ég reglulega. Að loknum prófum hefst starfsnám á sjúkrabíl, sem ég tek í Reykjavík.“

Aðspurð segir Anna Lilja það hafa verið mikið púsl að láta hlutina ganga upp, einkum varðandi soninn: „Daniel hefur farið suður til fjölskyldunnar þegar ég er í námslotum á Akureyri. Hann er búinn að vera þolinmóður og duglegur; meira að segja farið einn í flugvél frá Akureyri og hefur það gefið honum mikið sjálfstraust.“

Eru ekki á förum

Meiraprófið er næsti áfangi Önnu Lilju til að geta orðið fullgildur sjúkraflutningamaður, einnig gekk hún til liðs við hóp Vettvangsliða (First responders) en þeir eru kallaðir út til aðstoðar ef hópslys ber að höndum. Hana langar einnig að fá að prófa að fara með í sjúkraflug fyrir norðan í sumar en það er annar starfsvettvangur sem henni finnst áhugaverður.

Anna Lilja (fjórða f.v. í efri röð) ásamt samnemendum sínum ...
Anna Lilja (fjórða f.v. í efri röð) ásamt samnemendum sínum í Sjúkraflutningaskólanum, sem hún skellti sér í til að geta þjónað samfélaginu betur.


Mæðginin hafa framlengt dvöl sína á Þórshöfn til óákveðins tíma og hlakkar Anna Lilja til að halda áfram vinnu sinni á heilsugæslunni, kynnast bæjarbúum betur og vinna þeirra traust.

Í sumar hafa mæðginin ráðið til sín au-pair til aðstoðar, því engin gæsla eða frístund er á sumrin. Daniel þarf yfirleitt að hafa mikið fyrir stafni og einhverja stýringu þegar kemur að skipulagi dagsins svo erfitt er fyrir hann að vera einn allan daginn.

Anna Lilja telur sig hafa tekið rétta ákvörðun um að flytja út á land: „Daniel er ánægður og ég reyni að taka þátt í sem flestu sem í boði er til afþreyingar. Ég mæli hiklaust með því að ungir hjúkrunarfræðingar prófi að fara út á land. Þessi reynsla er ótrúlega dýrmæt.“

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...