Úr ys og þys borgarinnar í sveitasæluna

Anna Lilja (f. miðju) ásamt Sólrúnu Siggeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Sigurði ...
Anna Lilja (f. miðju) ásamt Sólrúnu Siggeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Sigurði Halldórssyni, lækni, eftir flugslysaæfingu.

Anna Lilja Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, býr ein með einhverfum syni sínum. Hún starfaði á Landspítalanum í Reykjavík og síðan á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og líkaði vel í starfi sínu. Draumurinn var þó að flytja út á land í rólegt umhverfi með drenginn sinn og fyrir valinu varð Þórshöfn á Langanesi.

Hjúkrunarfræðingurinn Anna Lilja Ómarsdóttir ákvað í fyrrahaust að söðla um og flytja frá Reykjavík alla leið til Þórshafnar en lengra kemst hún varla frá borginni.

„Ég átti mér lengi þann draum að prófa að búa úti á landi en það er stór ákvörðun einkum vegna þess að ég bý ein með syni mínum, Daniel Ómari, sem er með ódæmigerða einhverfu. Hann er því með ýmsar sérþarfir og þolir illa breytingar. Stutt dvöl úti á landi í fyrrasumar varð til að hreyfa við okkur mæðginunum fyrir alvöru, okkur leið vel í sveitakyrrðinni og gátum bæði hugsað okkur búsetu í rólegu umhverfi,“ segir Anna Lilja.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Þegar hún sá auglýsta stöðu hjúkrunarfræðings á Þórshöfn ákvað hún að kanna málið og áður en hún vissi af var hún komin til Þórshafnar. Henni leist strax vel á staðinn og fólkið og ágætt húsnæði fylgdi starfinu.

Opin umræða um einhverfu

Anna Lilja segir fyrstu dagana á Þórshöfn vera minnisstæða en þangað fluttu mæðginin í lok september ásamt kettinum Lottu. Haustið var gott, nánast samfelld blíða fram í nóvember, mæðginin hjóluðu í skóla og vinnuna á nokkrum mínútum, ekkert umferðarstress.

„Samfélagið tók okkur vel og skólinn fór ágætlega af stað hjá Daniel, sem var þá átta ára. Hann var strax tekinn í hópinn og ákvað sjálfur að ræða opinskátt við krakkana um að hann væri með einhverfu.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Hann sagði þeim að sinn heili væri öðruvísi en hjá hinum krökkunum og þess vegna gerði hann stundum hluti sem hann vildi ekki endilega gera. Það hefur hjálpað upp á skilning og umburðarlyndi hjá samnemendum hans.“

Anna Lilja segist í heildina vera mjög ánægð með skólavist Daniels á Þórshöfn, þó vissulega skiptist þar á skin og skúrir. Skólinn er lítill, um sjötíu börn og telur Anna Lilja það henta einhverfu barni betur en stærri skólar.

Ágætlega er komið til móts við hans sérþarfir og farið þar eftir ráðleggingum barnageðlæknis Daniels en Anna Lilja er í fjarsambandi við hann eftir að mæðginin fluttu frá Reykjavík. Í skólanum er leitast við að draga úr áreiti og mæta þörfum Daniels og þannig nær hann oftast að ljúka sínum skólaverkefnum og segir móðir hans það mikla framför.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Anna Lilja nefnir fleiri kosti við búsetu á landsbyggðinni, hér hafi börnin mikið frelsi og það hafi gert Daniel gott að geta leikið sér meira úti. Hér upplifi hann meira öryggi, minni hættur og svæðið sé minna.

„Vissulega hafa flutningarnir stundum tekið á og hann fær heimþrá öðru hvoru en við erum dugleg að fara suður og heimsækja fólkið okkar. Allt hefur þó bæði kosti og galla,“ segir Anna Lilja: „Helsti gallinn við það að búa hér er að mínu mati sá, að erfitt er að sækja sérfræðiþjónustu og þar af leiðandi höfum við fengið minni aðstoð með röskun Daniels. Ég er sem betur fer búin að afla mér þekkingar í mörg ár en það má segja að maður verði sjálfur að gerast hálfgerður sérfræðingur í greiningu barnsins, einkennum og úrræðum; vita hvað hjálpar og hvað virkar best.“

Það kom Önnu Lilju á óvart hversu auðvelt henni reyndist að aðlagast nýja umhverfinu. Henni fannst eins og hún væri komin heim. Hún hefur eignast góða vini og vinnufélaga, starfið á Heilsugæslunni á Þórshöfn er fjölbreytt og krefjandi, enginn dagur er eins.

Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. ...
Daniel Ómar unir sér vel fyrir norðan. Hann hefur t.d. skoðað sig um í Ásbyrgi, heimsótt Fjallalamb á Kópaskeri og veitt fisk á Þórshöfn.


Hlutverk og störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni eru að hennar sögn oft fjölbreyttari en hjá þeim sem vinna á stærri stöðum, þeir sinna t.d. ýmsu sem aðrar starfsstéttir sjá vanalega um og líkar Önnu sú fjölbreytni vel. Enginn læknir er búsettur á Þórshöfn og því tekur hún bakvaktir á móti öðrum heilbrigðisstarfsmönnum á Þórshöfn.

Frá flugslysaæfingu í Sjúkraflutningaskólann

Stuttu eftir að Anna Lilja flutti til Þórshafnar var haldin þar stór flugslysaæfing og fékk hún hlutverkið aðhlynningarstjóri, sem hefur umsjón með sjúkrahjálp og fjöldahjálp á hópslysavettvangi.

„Æfingin reyndi mikið á en tókst vel og vakti hjá mér áhuga á að læra meiri bráðahjúkrun til að fá betri á þekkingu á alvarlegri tilvikum. Hjúkrunarfræðinámið kemur vissulega inn á bráðahlutann en ekki nógu mikið. Ég var í vafa um hvaða nám nýttist mér best en þá benti læknir á staðnum mér á nám hjá Sjúkraflutningaskóla Íslands.“

Anna Lilja og Daniel Ómar slappa af í jarðbaði við ...
Anna Lilja og Daniel Ómar slappa af í jarðbaði við Mývatn.


Anna Lilja sá þar tækifæri til að styrkja sig frekar í starfi og geta þjónað samfélaginu betur. Hún fékk inngöngu og byrjaði í náminu eftir áramótin og sér ekki eftir því. Í boði er bæði staðarnám og streymisnám, sem Anna kaus.

„Námið er mjög skemmtilegt og krefjandi, það er keyrt á miklum hraða á stuttum tíma því búið er að lengja grunnnámið um helming. Fyrirlestrarnir eru á netinu en verkleg kennsla á Akureyri svo þangað fer ég reglulega. Að loknum prófum hefst starfsnám á sjúkrabíl, sem ég tek í Reykjavík.“

Aðspurð segir Anna Lilja það hafa verið mikið púsl að láta hlutina ganga upp, einkum varðandi soninn: „Daniel hefur farið suður til fjölskyldunnar þegar ég er í námslotum á Akureyri. Hann er búinn að vera þolinmóður og duglegur; meira að segja farið einn í flugvél frá Akureyri og hefur það gefið honum mikið sjálfstraust.“

Eru ekki á förum

Meiraprófið er næsti áfangi Önnu Lilju til að geta orðið fullgildur sjúkraflutningamaður, einnig gekk hún til liðs við hóp Vettvangsliða (First responders) en þeir eru kallaðir út til aðstoðar ef hópslys ber að höndum. Hana langar einnig að fá að prófa að fara með í sjúkraflug fyrir norðan í sumar en það er annar starfsvettvangur sem henni finnst áhugaverður.

Anna Lilja (fjórða f.v. í efri röð) ásamt samnemendum sínum ...
Anna Lilja (fjórða f.v. í efri röð) ásamt samnemendum sínum í Sjúkraflutningaskólanum, sem hún skellti sér í til að geta þjónað samfélaginu betur.


Mæðginin hafa framlengt dvöl sína á Þórshöfn til óákveðins tíma og hlakkar Anna Lilja til að halda áfram vinnu sinni á heilsugæslunni, kynnast bæjarbúum betur og vinna þeirra traust.

Í sumar hafa mæðginin ráðið til sín au-pair til aðstoðar, því engin gæsla eða frístund er á sumrin. Daniel þarf yfirleitt að hafa mikið fyrir stafni og einhverja stýringu þegar kemur að skipulagi dagsins svo erfitt er fyrir hann að vera einn allan daginn.

Anna Lilja telur sig hafa tekið rétta ákvörðun um að flytja út á land: „Daniel er ánægður og ég reyni að taka þátt í sem flestu sem í boði er til afþreyingar. Ég mæli hiklaust með því að ungir hjúkrunarfræðingar prófi að fara út á land. Þessi reynsla er ótrúlega dýrmæt.“

Innlent »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina....
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...