Fjórir nýir sérsveitarbílar

Sérsveit ríkislögreglustjóra, Víkingasveitin svokallaða, fékk í byrjun ársins afhentar fjórar bifreiðar af tegundinni Ford Police Interceptor og verða bílarnir teknir í gagnið hver af öðrum á næstu dögum og vikum.

Vonir standa til að tveir verði klárir í vikunni, en ljúka þarf við ýmislegt smávægilegt áður en þeir eru fullbúnir, svo sem smíða í þá vopnaskáp og setja upp talstöðvakerfi. Í hverjum vopnaskáp verða skammbyssur af gerðinni Glock og hríðskotabyssur af gerðinni MP5.

Bílarnir koma að mestu tilbúnir frá Bandaríkjunum og er um að ræða sérstaka tegund ökutækja sem aðeins eru seld til lögreglu. Bílarnir njóta mikilla vinsælda hjá lögregluembættum í Bandaríkjunum, sem og Ford Police Interceptor-fólksbíllinn, en hlutdeild bílanna tveggja er rúmlega 70 prósent af öllum lögreglubílum Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá sérsveitinni.

Sérsveitarbílarnir fjórir verða allir komnir á göturnar fyrir sumarið ef áætlanir ganga eftir og koma þeir til með að leysa af hólmi eldri ökutæki sérsveitarinnar.

Notagildi nýju bílanna er talsvert meira en þeirra gömlu því ekki var t.a.m. hægt að nota þá við lífvörslu erlendra þjóðhöfðingja. Hefur sérsveitin því, fram til þessa, þurft að leigja bifreiðar til slíkra verkefna, en slíkt er bæði kostnaðarsamt og óhentugt þar sem útbúa þarf bílaleigubíla sérstaklega fyrir hvert verkefni með tilheyrandi kostnaði.

Stykkið kostar 15 milljónir kr.

Bifreiðarnar kosta hver um sig rétt tæpar 15 milljónir króna og segir Sveinn Ægir Árnason, yfirmaður tækjabúnaðar hjá sérsveitinni, að töluverður sparnaður felist í því að kaupa bílana fullbúna að utan frekar en að láta breyta venjulegum bílum í lögreglubíla. Reiknast embættinu til að um fjórar milljónir sparist á hvern bíl sem keyptur er. Þá fylgja því einnig miklir kostir að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, næstráðanda hjá sérsveitinni, að kaupa bíla sem hannaðir eru frá grunni sem lögreglubílar, en bílarnir voru hannaðir í samráði við tíu lögregluþjóna úr tíu ríkjum Bandaríkjanna, og hafa verið í stöðugri þróun síðan þeir voru fyrst kynntir á markað fyrir fimm árum.

Fyrir utan að vera mjög kraftmiklir, eða tæp 400 hestöfl, eru bílarnir afar tæknilegir og búnir ýmsum græjum. Eru þeir m.a. vel nettengdir og nettengingin betri en sú sem var í gömlu bílunum, en tölvubúnaður bílanna er nettengdur. Hurðirnar eru skotheldar og bremsukerfi þeirra gott. Í skottinu má finna staðalbúnað sérsveitarmanna, s.s. „stóra-lykil“ og kúbein sem sérsveitarmenn nota til að brjóta sér leið inn í hús, skotvarnarskjöld, naglamottur og hjartastuðtæki svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig í bílunum góðar myndavélar sem taka upp það sem fram fer inni í ökutækinu og fyrir utan það. Myndefnið er svo vistað í hárri upplausn.

Ekki vegna aukinnar hættu

Búast má við því að viðbragðstími sérsveitarinnar styttist eitthvað með tilkomu bílanna enda eru þeir kraftmeiri en þeir gömlu, segir Ásmundur. Spurður hvort kaupin séu til komin vegna aukinnar hættu, hvort sem er af völdum hryðjuverka eða glæpahópa, segir Ásmundur svo ekki vera. Kaupin hafi átt sér langan aðdraganda og er með þeim einfaldlega verið að bæta bílakost sveitarinnar sem hefur verið bágur í samanburði við nágrannaríkin.

Fulltrúar sérsveitarinnar fóru til Chicago í Bandaríkjunum og prufukeyrðu þar eins bíla áður en ráðist var í kaupin sem fara í gegnum Brimborg á Íslandi.

Hefur sérsveitin nú á annan tug bifreiða til umráða, m.a. aðgerðabíla og koma þessir bílar ekki í stað þeirra.

Grár kemur fyrir bláan

Það er þó ekki aðeins bílafloti sérsveitarinnar sem hefur fengið andlitslyftingu heldur mun sérsveitin á næstu dögum skipta út einkennisklæðnaði sínum. Hafa þeir frá upphafi verið í bláum samfestingum að norskri fyrirmynd en fara nú yfir í gráa galla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýju gallana.

Sérsveitir Evrópuríkja hafa á undanförnum árum skipt yfir í græna galla, t.a.m. Svíar og Danir, eða gráa galla líkt og Norðmenn, Bretar og Kanadamenn. „Grár þykir heppilegur litur fyrir okkar umhverfi, þ.e. borgarumhverfið. Þetta er því betri vinnufatnaður fyrir sérsveitarmenn,“ segir Ásmundur.

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...