Fjórir nýir sérsveitarbílar

Sérsveit ríkislögreglustjóra, Víkingasveitin svokallaða, fékk í byrjun ársins afhentar fjórar bifreiðar af tegundinni Ford Police Interceptor og verða bílarnir teknir í gagnið hver af öðrum á næstu dögum og vikum.

Vonir standa til að tveir verði klárir í vikunni, en ljúka þarf við ýmislegt smávægilegt áður en þeir eru fullbúnir, svo sem smíða í þá vopnaskáp og setja upp talstöðvakerfi. Í hverjum vopnaskáp verða skammbyssur af gerðinni Glock og hríðskotabyssur af gerðinni MP5.

Bílarnir koma að mestu tilbúnir frá Bandaríkjunum og er um að ræða sérstaka tegund ökutækja sem aðeins eru seld til lögreglu. Bílarnir njóta mikilla vinsælda hjá lögregluembættum í Bandaríkjunum, sem og Ford Police Interceptor-fólksbíllinn, en hlutdeild bílanna tveggja er rúmlega 70 prósent af öllum lögreglubílum Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá sérsveitinni.

Sérsveitarbílarnir fjórir verða allir komnir á göturnar fyrir sumarið ef áætlanir ganga eftir og koma þeir til með að leysa af hólmi eldri ökutæki sérsveitarinnar.

Notagildi nýju bílanna er talsvert meira en þeirra gömlu því ekki var t.a.m. hægt að nota þá við lífvörslu erlendra þjóðhöfðingja. Hefur sérsveitin því, fram til þessa, þurft að leigja bifreiðar til slíkra verkefna, en slíkt er bæði kostnaðarsamt og óhentugt þar sem útbúa þarf bílaleigubíla sérstaklega fyrir hvert verkefni með tilheyrandi kostnaði.

Stykkið kostar 15 milljónir kr.

Bifreiðarnar kosta hver um sig rétt tæpar 15 milljónir króna og segir Sveinn Ægir Árnason, yfirmaður tækjabúnaðar hjá sérsveitinni, að töluverður sparnaður felist í því að kaupa bílana fullbúna að utan frekar en að láta breyta venjulegum bílum í lögreglubíla. Reiknast embættinu til að um fjórar milljónir sparist á hvern bíl sem keyptur er. Þá fylgja því einnig miklir kostir að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, næstráðanda hjá sérsveitinni, að kaupa bíla sem hannaðir eru frá grunni sem lögreglubílar, en bílarnir voru hannaðir í samráði við tíu lögregluþjóna úr tíu ríkjum Bandaríkjanna, og hafa verið í stöðugri þróun síðan þeir voru fyrst kynntir á markað fyrir fimm árum.

Fyrir utan að vera mjög kraftmiklir, eða tæp 400 hestöfl, eru bílarnir afar tæknilegir og búnir ýmsum græjum. Eru þeir m.a. vel nettengdir og nettengingin betri en sú sem var í gömlu bílunum, en tölvubúnaður bílanna er nettengdur. Hurðirnar eru skotheldar og bremsukerfi þeirra gott. Í skottinu má finna staðalbúnað sérsveitarmanna, s.s. „stóra-lykil“ og kúbein sem sérsveitarmenn nota til að brjóta sér leið inn í hús, skotvarnarskjöld, naglamottur og hjartastuðtæki svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig í bílunum góðar myndavélar sem taka upp það sem fram fer inni í ökutækinu og fyrir utan það. Myndefnið er svo vistað í hárri upplausn.

Ekki vegna aukinnar hættu

Búast má við því að viðbragðstími sérsveitarinnar styttist eitthvað með tilkomu bílanna enda eru þeir kraftmeiri en þeir gömlu, segir Ásmundur. Spurður hvort kaupin séu til komin vegna aukinnar hættu, hvort sem er af völdum hryðjuverka eða glæpahópa, segir Ásmundur svo ekki vera. Kaupin hafi átt sér langan aðdraganda og er með þeim einfaldlega verið að bæta bílakost sveitarinnar sem hefur verið bágur í samanburði við nágrannaríkin.

Fulltrúar sérsveitarinnar fóru til Chicago í Bandaríkjunum og prufukeyrðu þar eins bíla áður en ráðist var í kaupin sem fara í gegnum Brimborg á Íslandi.

Hefur sérsveitin nú á annan tug bifreiða til umráða, m.a. aðgerðabíla og koma þessir bílar ekki í stað þeirra.

Grár kemur fyrir bláan

Það er þó ekki aðeins bílafloti sérsveitarinnar sem hefur fengið andlitslyftingu heldur mun sérsveitin á næstu dögum skipta út einkennisklæðnaði sínum. Hafa þeir frá upphafi verið í bláum samfestingum að norskri fyrirmynd en fara nú yfir í gráa galla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýju gallana.

Sérsveitir Evrópuríkja hafa á undanförnum árum skipt yfir í græna galla, t.a.m. Svíar og Danir, eða gráa galla líkt og Norðmenn, Bretar og Kanadamenn. „Grár þykir heppilegur litur fyrir okkar umhverfi, þ.e. borgarumhverfið. Þetta er því betri vinnufatnaður fyrir sérsveitarmenn,“ segir Ásmundur.

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, vönd...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...