Fjórir nýir sérsveitarbílar

Sérsveit ríkislögreglustjóra, Víkingasveitin svokallaða, fékk í byrjun ársins afhentar fjórar bifreiðar af tegundinni Ford Police Interceptor og verða bílarnir teknir í gagnið hver af öðrum á næstu dögum og vikum.

Vonir standa til að tveir verði klárir í vikunni, en ljúka þarf við ýmislegt smávægilegt áður en þeir eru fullbúnir, svo sem smíða í þá vopnaskáp og setja upp talstöðvakerfi. Í hverjum vopnaskáp verða skammbyssur af gerðinni Glock og hríðskotabyssur af gerðinni MP5.

Bílarnir koma að mestu tilbúnir frá Bandaríkjunum og er um að ræða sérstaka tegund ökutækja sem aðeins eru seld til lögreglu. Bílarnir njóta mikilla vinsælda hjá lögregluembættum í Bandaríkjunum, sem og Ford Police Interceptor-fólksbíllinn, en hlutdeild bílanna tveggja er rúmlega 70 prósent af öllum lögreglubílum Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá sérsveitinni.

Sérsveitarbílarnir fjórir verða allir komnir á göturnar fyrir sumarið ef áætlanir ganga eftir og koma þeir til með að leysa af hólmi eldri ökutæki sérsveitarinnar.

Notagildi nýju bílanna er talsvert meira en þeirra gömlu því ekki var t.a.m. hægt að nota þá við lífvörslu erlendra þjóðhöfðingja. Hefur sérsveitin því, fram til þessa, þurft að leigja bifreiðar til slíkra verkefna, en slíkt er bæði kostnaðarsamt og óhentugt þar sem útbúa þarf bílaleigubíla sérstaklega fyrir hvert verkefni með tilheyrandi kostnaði.

Stykkið kostar 15 milljónir kr.

Bifreiðarnar kosta hver um sig rétt tæpar 15 milljónir króna og segir Sveinn Ægir Árnason, yfirmaður tækjabúnaðar hjá sérsveitinni, að töluverður sparnaður felist í því að kaupa bílana fullbúna að utan frekar en að láta breyta venjulegum bílum í lögreglubíla. Reiknast embættinu til að um fjórar milljónir sparist á hvern bíl sem keyptur er. Þá fylgja því einnig miklir kostir að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, næstráðanda hjá sérsveitinni, að kaupa bíla sem hannaðir eru frá grunni sem lögreglubílar, en bílarnir voru hannaðir í samráði við tíu lögregluþjóna úr tíu ríkjum Bandaríkjanna, og hafa verið í stöðugri þróun síðan þeir voru fyrst kynntir á markað fyrir fimm árum.

Fyrir utan að vera mjög kraftmiklir, eða tæp 400 hestöfl, eru bílarnir afar tæknilegir og búnir ýmsum græjum. Eru þeir m.a. vel nettengdir og nettengingin betri en sú sem var í gömlu bílunum, en tölvubúnaður bílanna er nettengdur. Hurðirnar eru skotheldar og bremsukerfi þeirra gott. Í skottinu má finna staðalbúnað sérsveitarmanna, s.s. „stóra-lykil“ og kúbein sem sérsveitarmenn nota til að brjóta sér leið inn í hús, skotvarnarskjöld, naglamottur og hjartastuðtæki svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig í bílunum góðar myndavélar sem taka upp það sem fram fer inni í ökutækinu og fyrir utan það. Myndefnið er svo vistað í hárri upplausn.

Ekki vegna aukinnar hættu

Búast má við því að viðbragðstími sérsveitarinnar styttist eitthvað með tilkomu bílanna enda eru þeir kraftmeiri en þeir gömlu, segir Ásmundur. Spurður hvort kaupin séu til komin vegna aukinnar hættu, hvort sem er af völdum hryðjuverka eða glæpahópa, segir Ásmundur svo ekki vera. Kaupin hafi átt sér langan aðdraganda og er með þeim einfaldlega verið að bæta bílakost sveitarinnar sem hefur verið bágur í samanburði við nágrannaríkin.

Fulltrúar sérsveitarinnar fóru til Chicago í Bandaríkjunum og prufukeyrðu þar eins bíla áður en ráðist var í kaupin sem fara í gegnum Brimborg á Íslandi.

Hefur sérsveitin nú á annan tug bifreiða til umráða, m.a. aðgerðabíla og koma þessir bílar ekki í stað þeirra.

Grár kemur fyrir bláan

Það er þó ekki aðeins bílafloti sérsveitarinnar sem hefur fengið andlitslyftingu heldur mun sérsveitin á næstu dögum skipta út einkennisklæðnaði sínum. Hafa þeir frá upphafi verið í bláum samfestingum að norskri fyrirmynd en fara nú yfir í gráa galla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýju gallana.

Sérsveitir Evrópuríkja hafa á undanförnum árum skipt yfir í græna galla, t.a.m. Svíar og Danir, eða gráa galla líkt og Norðmenn, Bretar og Kanadamenn. „Grár þykir heppilegur litur fyrir okkar umhverfi, þ.e. borgarumhverfið. Þetta er því betri vinnufatnaður fyrir sérsveitarmenn,“ segir Ásmundur.

Innlent »

„Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti

12:47 Markaðsráð kindakjöts í Reykjavík hefur sótt um vernd til Matvælastofnunar fyrir afurðaheitið „íslenskt lambakjöt.“ Auglýsir Matvælastofnun hér með andmælafrest vegna þessa til 23. október. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

12:35 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Útilokar að Nikolaj sé gerandi

12:12 „Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Það var haft rangt við“

12:10 „Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Meira »

Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

11:54 Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun. Meira »

Nokkrar tilraunir til fjárkúgunar

11:41 Vefveiðar og svikapóstar eru stærsti einstaki flokkur atvika sem skráð voru hjá netöryggisveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS, á síðasta ári. Tilkynningar til netöryggissveitarinnar koma að mestu leyti erlendis frá, að því fram kemur í ársskýrslu. Meira »

Blóð úr Birnu um allan bílinn

11:06 Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller og Ni­kolaj Olsen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, í sólskyggni og á hurð hans. Meira »

Magakveisa og mötuneyti lokað

11:08 Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Meira »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...