Áframhaldandi éljagangur

Það verður áfram kalt í veðri, þó að það sé …
Það verður áfram kalt í veðri, þó að það sé sumardagurinn fyrsti í dag. mbl.is/Eggert

Veðurstofa Íslands spáir áframhaldandi éljagangi í dag. Það mun hins vegar lægja smám saman og vindur verður norðlægari síðdegis og í kvöld. Styttir víða upp í kvöld og nótt og þá mun kólna og því má reikna með talsverðu næturfrosti.

Það hvessir aftur austast í nótt, en annars staðar verður rólegt veður. Hægviðrasamt og svalt í veðri á morgun og laugardag og stöku él. Útlit fyrir norðanskot með ofankomu á sunnudag. Á mánudag færist hæðarsvæði yfir landið og þá má búast við hæglætisveðri sem endist vonandi eitthvað fram í næstu viku, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert