Mikill verðmunur á umfelgun

Strákarnir á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns hafa nóg að gera.
Strákarnir á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns hafa nóg að gera. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er töluverður munur þegar kemur að hæsta og lægsta verði, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), spurður um verðkönnun félagsins á dekkjaþjónustu. Verðkönnunina má nálgast í heild sinni á heimasíðu FÍB.

„Núna er hafinn sá árstími þegar bifreiðaeigendur þurfa að fara að huga að dekkjaskiptum, en hinn formlegi sumardekkjatími gekk í garð hinn 15. apríl sl. ASÍ hefur venjulega gert verðkönnun á umfelgun en við höfum stundum kannað þetta sjálfir þegar okkur hefur verið farið að lengja eftir könnun frá ASÍ.“

„Það er 65 prósenta munur á hæsta og lægsta verði, en við miðum við dekkjaskipti á Toyota Corolla með dekkjastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla. Hér verður að hafa í huga að við erum að spyrja um listaverð án afsláttar eða sérkjara,“ segir Runólfur ennfremur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert