Samið um gerð Dýrafjarðarganga

Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Vaclav Soukup og Dofri …
Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Vaclav Soukup og Dofri Eysteinsson. Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið

Skrifað var í dag undir samning um gerð Dýrafjarðarganga. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, og Vaclav Soukup, forstjóri tékkneska verktakafyrirtækisins Metrostav, skrifuðu í dag undir samninginn en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Undirbúningur framkvæmda getur nú hafist.

Til stóð að það yrði gert á Hrafnseyri við Arnarfjörð að viðstöddum gestum en vegna veðurs og ófærðar á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði reyndist það ekki hægt að því er segir í fréttatilkynningu. Þá hafi ekki verið mögulegt að fresta undirrituninni þar sem fulltrúar Metrostav voru þegar komnir til landsins. Frestun hafi heldur ekki verið góð vegna verksins sjálfs. Fyrir vikið hafi verið skrifað undir í Reykjavík.

Jafnframt var ákveðið að hafa athöfn og fund á Hrafnseyri og við gangamunnann í Arnarfirði þar sem verkið verður hafið um miðjan maí með formlegri athöfn og tekin fyrsta skóflustunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert