Svona stundir eru alltaf hátíð

Drangey SK 2 var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre …
Drangey SK 2 var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi á laugardagsmorgun. Ljósmynd/Jón Ingi Sigurðsson

Nýjum ísfisktogara FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi á laugardagsmorgun.

„Það var gaman að sjá skipið renna í sjó fram. Svona stundir eru alltaf hátíðlegar,“ sagði Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK, í samtali við Morgunblaðið.

Smíði togarans segir Gylfi hafa gengið vel, en Drangey er systurskip Kaldbaks EA sem ÚA fékk fyrir skömmu. Samherji fær tvo togara úr þessari sömu seríu á næstunni. Drangeyin nýja er 62,5 metra löng og 13,5 metra breið. Talsverð vinna er eftir við frágang skipsins þegar það kemur væntanlega til landsins síðsumars. Þá á eftir að setja niður vinnsludekk og ýmsan búnað, svo það verður fyrst að áliðnu hausti sem Drangeyin kemst til veiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert