Kríurnar snemma á ferðinni á Höfn

Á Seltjarnarnesi. Búast má við að kríur sjáist þar á …
Á Seltjarnarnesi. Búast má við að kríur sjáist þar á næstu dögum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu kríur vorsins sáust á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi þann 18. apríl. Björn Gísli Arnarson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, sá þá fimm kríur við lónið.

Þetta þótti óvenju snemmt fyrir kríur að koma til landsins en þær fyrstu hafa yfirleitt sést frá 20. til 25. apríl, að því er segir á Facebook-síðunni Birding Iceland.

Björn segir í umfjöllun um kríukomuna í Morgunblaðinu í dag, að hann hefði einnig frétt af um 15 kríum til viðbótar fyrir nokkrum dögum í Óslandinu í Hornafirði. Hann hafði ekki heyrt að kríu hefði orðið vart vestar á landinu enn sem komið væri. Spáð er hlýnandi veðri og þá má búast við að kríur fari að flykkjast til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert