Guðlaugur og Birna í stjórn RÚV

Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, var í dag kjörinn í stjórn þess á Alþingi samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins í stað Stefáns Vagns Stefánssonar sem ekki gat tekið sæti í stjórninni vegna stöðu sinnar sem kjörins sveitarstjórnarfulltrúa.

Ennfremur var Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Viðreisnar, kjörin samkvæmt tilnefningu Viðreisnar í stjórnina í stað Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, en líkt og í tilfelli Stefáns gat Kristín ekki tekið sæti í stjórninni vegna stöðu sinnar.

Aðrir í stjórn Ríkisútvarpsins eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjólfur Stefánsson, Jón Jónsson, Jón Ólafsson, Lára Hanna Einarsdóttir og Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert