Spyr um lífeyrissjóði og vopn

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um eignasafn lífeyrissjóðanna.

Þar spyr hann hvort íslenskir lífeyrissjóðir eigi í fyrirtækjum sem framleiða vopn eða íhluti í vopn. „Ef svo er, hverjar eru þær eignir, hvaða sjóðir eiga þær og hvort eru þær erlendar eða innlenda?,“ spyr hann.

Í fyrirspurninni óskar Andrés Ingi einnig eftir svörum við því hversu stór hluti eignasafns lífeyrissjóðanna sé bundinn í starfsemi sem felst í vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis.

Hann óskar eftir sundurliðuðu svari fyrir hvern lífeyrissjóð um sig og eftir erlendum og innlendum fjárfestingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert