Spáð snjókomu og lélegu skyggni

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spáð er talsverðri rigningu sunnanlands á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Búist er við snjókomu og lélegu skyggni um tíma suðvestanlands síðdegis eða annað kvöld.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera annars ráð fyrir vaxandi suðaustanátt í nótt, víða 13-18 metrum á sekúndu, og rigningu eða slyddu á morgun, en úrkomulitlu norðanlands.

Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig á morgun, mildast norðan heiða. Hægari vindur og slydda eða snjókoma verður um tíma suðvestan til seint á morgun.

Langflestir vegir auðir víðast hvar á landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en þó eru hálkublettir á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru einnig á Mjóafjarðarheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert