Boðið að þræða sig upp stigann

Gróttuviti lifnaði við í dag þegar fjörleg balkantónlist hljómaði innan veggja hans og klifurmeistarar léku listir sínar utan á honum.

Tilefnið var hinn árlegi Fjölskyldudagur í Gróttu, en þá er Gróttuviti, sem er eitt helsta kennileiti og stolt bæjarbúa á Seltjarnarnesi, opinn og gestum og gangandi boðið að þræða sig upp stigann í vitanum og njóta hins óviðjafnanlega útsýnis þegar efsta þrepi er náð.

Dagskráin er afar fjölbreytt og sniðin að öllum aldurshópum að því er segir í tilkynningu. Meðal annars var boðið upp á útijóga, opnun á hönnunarsýningunni Flæði, tónleika með Valgeiri Guðjónssyni, rannsóknarsetur sjávarlífvera fyrir börn, nikkuspil undir berum himni, flugdrekasmiðju, andlitsmálun, og vöfflukaffi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert