Nýtt kort fyrir eldri borgara

Kjarvalsstaðir. Eldri borgarar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang.
Kjarvalsstaðir. Eldri borgarar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að tekið verði upp menningar- og heilsukort eldri borgara í Reykjavík frá og með haustinu 2017.

Kortið á að nýtast öllum Reykvík- ingum sem hafa náð 67 ára aldri til að fá endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum og menningarstofnunum sem reknar eru af Reykjavíkurborg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þessir afslættir hafa þegar verið innleiddir í fjárhagsáætlun ársins, en töluverð brögð eru að því að eldri borgarar þekki ekki til þessara fríðinda eða nýti sér þau ekki til heilsubótar og menningarauka,“ segir í tillögu borgarstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert