8% nemenda féllu utan viðmiða

Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim ...
Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim kemur fyrir í prófunum, segir Rósa. mbl.is/Golli

Fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 9. og 10. bekk árið 2017 voru birtar í gær og kom í ljós að yfir 8% nemenda í 9.bekk fengu hæfnieinkunnina D í íslensku, ensku og stærðfræði.

Að sögn Sigurgríms Skúlasonar, próffræðings hjá Menntamálastofnun, endurspeglar hæfnieinkunnin D afar litla færni nemenda. Hæfnieinkunnirnar frá A-C eru skilgreindar með ákveðnum viðmiðum hjá menntamálastofnun en hæfnieinkunnin D fellur utan viðmiða.

„Það að fá D þýðir að nemandinn nær ekki þeim viðmiðum sem aðalnámskráin setur,“ segir Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, en hún situr einnig í samráðshóp Menntamálastofnunar um rafræn próf.

Fjölbreyttara skólasamfélag

Rósa telur líklegt að rekja megi skýringar á þessu til fjölbreyttara skólasamfélags en áður en hún segir tölurnar og fjölgun nemenda með of litla kunnáttu of háa.

„Að það séu tveir í hverjum bekk sem fá þessa einkunn og að þessi hópur fari stækkandi getur verið vegna þess að við erum komin með fjölbreytt skólasamfélag og erum enn að ná utan um það,“ segir Rósa en hún kennir einnig nemendum í 9. og 10. bekk.

Hún segir fjölda barna sem eru af erlendu bergi brotin augljóslega ekki hafa sömu íslensku kunnáttu og börn sem hafa alist hér upp hér á landi.

„Börnum sem eru af erlendu bergi brotin hefur fjölgað og hér er skóli án aðgreiningar, það gæti valdið því að margir ná ekki þessum viðmiðum. Það er ætlast til þess að allir nemendur fari í samræmd próf.“

Rósa bætir jafnframt við að þrátt fyrir að hópur barna fái undanþágur frá því að taka prófin sökum námsörðugleika, greiningar eða stuttrar búsetu hérlendis er stór hópur á jaðrinum sem tekur samt sem áður prófin. „Sumt á sér eðlilegar skýringar. Þeir sem eru með mestu greindarskerðinguna eða greiningar falla í undanþáguhópinn en svo er auðvitað hópurinn sem er á mörkunum. Það er allur gangur á því en foreldrar þurfa að sækja um undanþágu.“

Óróleiki meðal foreldra

Rósa segir að það þurfi að skilgreina samræmdu prófin betur en framvegis munu einungis nemendur í 9. bekk þreyta prófin. Samkvæmt nýlegri viðbót við reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla geta framhaldsskólar nú sótt að eigin frumkvæði niðurstöður hvers nemanda.

„Það er mikill munur á því hvort þetta eigi að vera fyrir grunnskólann og nemendur til þess að taka stöðuna og bæta sig eða hvort þetta er aðgöngumiði í framhaldsskóla. Eftir að nemendur taka prófið í 9. bekk er liðið á annað ár þegar þeir sækja um framhaldsskóla,“ segir Rósa en hún vill opna á samtal milli kennarastéttarinnar og Menntamálastofnunar um samræmdu prófin og skilgreina hlutverk þeirra betur. „ Það er óróleiki í skólakerfinu, hjá nemendum og foreldrum, um hvað þessi próf þýða og hver tilgangurinn er. Það þarf að skýra það betur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Í gær, 20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

Í gær, 20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

Í gær, 20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Í gær, 20:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

Í gær, 20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

Í gær, 19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

Í gær, 19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

Í gær, 19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

Í gær, 18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

Í gær, 17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Í gær, 15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

Í gær, 17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

Í gær, 16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

Í gær, 14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
Bella 530 Excel hraðbátur
Bella 530 Excel hraðbátur. Vandað harðviðardekk. Mercury 135 hp optimax mótor, ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...