8% nemenda féllu utan viðmiða

Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim ...
Skólar vinna eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár en lítill hluti af þeim kemur fyrir í prófunum, segir Rósa. mbl.is/Golli

Fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 9. og 10. bekk árið 2017 voru birtar í gær og kom í ljós að yfir 8% nemenda í 9.bekk fengu hæfnieinkunnina D í íslensku, ensku og stærðfræði.

Að sögn Sigurgríms Skúlasonar, próffræðings hjá Menntamálastofnun, endurspeglar hæfnieinkunnin D afar litla færni nemenda. Hæfnieinkunnirnar frá A-C eru skilgreindar með ákveðnum viðmiðum hjá menntamálastofnun en hæfnieinkunnin D fellur utan viðmiða.

„Það að fá D þýðir að nemandinn nær ekki þeim viðmiðum sem aðalnámskráin setur,“ segir Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, en hún situr einnig í samráðshóp Menntamálastofnunar um rafræn próf.

Fjölbreyttara skólasamfélag

Rósa telur líklegt að rekja megi skýringar á þessu til fjölbreyttara skólasamfélags en áður en hún segir tölurnar og fjölgun nemenda með of litla kunnáttu of háa.

„Að það séu tveir í hverjum bekk sem fá þessa einkunn og að þessi hópur fari stækkandi getur verið vegna þess að við erum komin með fjölbreytt skólasamfélag og erum enn að ná utan um það,“ segir Rósa en hún kennir einnig nemendum í 9. og 10. bekk.

Hún segir fjölda barna sem eru af erlendu bergi brotin augljóslega ekki hafa sömu íslensku kunnáttu og börn sem hafa alist hér upp hér á landi.

„Börnum sem eru af erlendu bergi brotin hefur fjölgað og hér er skóli án aðgreiningar, það gæti valdið því að margir ná ekki þessum viðmiðum. Það er ætlast til þess að allir nemendur fari í samræmd próf.“

Rósa bætir jafnframt við að þrátt fyrir að hópur barna fái undanþágur frá því að taka prófin sökum námsörðugleika, greiningar eða stuttrar búsetu hérlendis er stór hópur á jaðrinum sem tekur samt sem áður prófin. „Sumt á sér eðlilegar skýringar. Þeir sem eru með mestu greindarskerðinguna eða greiningar falla í undanþáguhópinn en svo er auðvitað hópurinn sem er á mörkunum. Það er allur gangur á því en foreldrar þurfa að sækja um undanþágu.“

Óróleiki meðal foreldra

Rósa segir að það þurfi að skilgreina samræmdu prófin betur en framvegis munu einungis nemendur í 9. bekk þreyta prófin. Samkvæmt nýlegri viðbót við reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla geta framhaldsskólar nú sótt að eigin frumkvæði niðurstöður hvers nemanda.

„Það er mikill munur á því hvort þetta eigi að vera fyrir grunnskólann og nemendur til þess að taka stöðuna og bæta sig eða hvort þetta er aðgöngumiði í framhaldsskóla. Eftir að nemendur taka prófið í 9. bekk er liðið á annað ár þegar þeir sækja um framhaldsskóla,“ segir Rósa en hún vill opna á samtal milli kennarastéttarinnar og Menntamálastofnunar um samræmdu prófin og skilgreina hlutverk þeirra betur. „ Það er óróleiki í skólakerfinu, hjá nemendum og foreldrum, um hvað þessi próf þýða og hver tilgangurinn er. Það þarf að skýra það betur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

19:59 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...